1.12.08

Og amma

Þegar ég var lítil var frí í skólanum á 1. des. Ég hélt lengi vel að það væri vegna þess að amma mín á afmæli þá. Hún er 86 ára í dag. Svo á hún Mæja mammans Aðalbjörns líka afmæli. Og Anna G. sem var besta vinkona mín um 5-6 ára aldurinn en ég veit ekkert um í dag þar sem hún fluttist til Kanada uppúr því.

Þjóðfundurinn var annars fínn. Dáldið kaldur.
Get ekki gert að því brosa ævinlega útfyrir eyru þegar ég hitti byltingaröflin í þjóðfélaginu. Trúi varla ennþá að ég sé að lifa að sjá fyrir endann á góðæriskjaftæðinu.
Mar er náttúrulega óttalegur afturhaldskommatittur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ essskan, kemurðu austur um jólin? Verðum í Skálanesi frá 20. des til 3. jan - vinir og velunnarar velkomnir. Kerti og spil og göngutúrar á daginn á meðan birtan og skyggnið leyfa.

Bestu kveðjur til ættingjanna,

þín
Rannveig

Sigga Lára sagði...

Hæ esskan.
Nei, ætli við verðum ekki á suðvesturhorninu um jólin. Förum í mesta lagi norður um áramótin. Ef okkur reddast einhvernveginn orlofsíbúð þar.