20.1.09

ÞIÐ!?!?!?

Þorgerður Katrín segir á mbl.is, því til stuðnings að ríkisstjórnin þurfi að sitja áfram og að ekki sé tímabært að boða til kosninga:

"Við verðum að taka afdrifaríkar ákvarðanir, bæði í utanríkis-, peninga- og efnahagsmálum þjóðarinnar.“ [Leturbreyting mín]

ÞIÐ!?!?!?!
Verðið þið sem settuð okkur á hausinn og komuð okkur út úr húsi hjá öllum þjóðum með viti, að fá frið til að taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahags- og utanríkismálum? Þið? Skiljið þið virkilega ekki að þið ráðið ekkert við það verkefni? Hverjir eru búnir að klúðra málunum með fádæma lélegri ákvarðanatöku í áðurnefndum málum?
Þið! FOKKÍNG ÞIÐ!

Ég er skíthrædd við allar ákvarðanir sem flest þess fólks sem fer með stjórnina á þessu landi er að taka. Það þarf að koma þeim frá völdum. Áður en holan verður mikið dýpri. Ég vona að byltingin sé byrjuð. Merkilega margir niðri á Austurvelli miðað við að helmingur þjóðarinnar liggur í flensu.

Svo er afmæli Láru ömmu og Obama tók við í dag.
Til hamingju með það, allavega.

Engin ummæli: