Endurstaðsetti einn Guðmund Erlinx í Vesturbænum í gær og fór í leikhús til Hafnarfjarðar um kvöldið. Eitthvað hefur þetta ekki þóknast Alheiminum þar sem ég ligg algjörlega óvíg af kvefdrullu í dag.
Allavega.
Steinar í djúpinu.
Lab (tilraunastofan) Loki.
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Lítið þorp. Nokkrar sögur. Byggt á allt öðrum bókmenntum.
Nema. Ekki vottur af Sumarljósheilkenni.
Ég leit aldrei á klukkuna. Horfði ekkert upp í loftið. Missti aldrei áhugann. Og auðvitað gleðst maður og þjáist með Ólafi Darra. Miklu meira rannsóknarefni hvernig hægt er að klúðra því.
Fegurðin skein í gegnum snilldarvinnu með ljótleikann. Textasamsullið og meðferðin öll var hreinræktuð snilld.
Ég sá ekki tilganginn með hænunni og skildi ekki endinn... eða eftirmálann... Þ.e.a.s. mér fannst endirinn vera fyrr. Að öðru leyti var ég einstaklega hamingjusöm.
Og fékk hugljómun um eina pólinn í hæðina sem ég get mögulega tekið í leikritun um hrunið/ástandið/byltinguna.
En varir mínar eru síld.
Lab Loki sýnir allra síðustu sýningu af Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu 25. janúar.
Mæli skýlaust með.
19.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli