13.2.09

"Ég bara í fýla" á BBC

Ég sá, fyrir algjöra tilviljun, viðtalið við fyrrverandi forsætisráðherra í gærkvöldi. Ekki kom hann nú vel út úr því, blessaður. Það var satt að segja mjög þjáningarfullt á að horfa. Sérstaklega þar sem maður fann greinilega að bullið sem stjórnmálamenn hér í Íslandi bjóða okkur uppá flýgur "hvergi annarsstaðar í hinum vestræna heimi," eins og sá sem ekki má nefna gæti komist að orði.

Og annar algengur misskilningur meðal íslenskra stjórnmálamanna. Að það sé kúlla að tala ensku í mikilvægum viðtölum, með ömurlegan framburð og í besta falli skítsæmilegan orðaforða, frekar en að brúka túlka. Þar með geta með litið gáfulega út meðan þeir svara á sinni tungu og fengið bullið síðan túlkað af þrautþjálfuðum einstaklingi með gott vald á viðtökumálinu.

Það er eins og mönnum þyki svo kúl að geta sýnt fram á að þeir "kunni útlensku" að þeir átti sig ekki á því að þeir kunni hana ekkert almennilega. Ég hef enn ekki heyrt til íslensks stjórnmálamanns sem hefur sannfærandi tök á ensku.

Dorritt er krúttleg þegar hún segir Ísland vera "stórasta land í heimi". En hvernig myndum við taka þjóðarleiðtoga sem segði bara:
"Ég ekki vita."
"Ég ekki skilja það svoleiðis."
"Ég ekki segja það. Hann vera vinur minn."
"Nei! Ég bara fara í fýla og ekkert tala við Gordon Brown!"
"Hann Kúkalabb!"

Myndum við taka þennan mann alvarlega? Eða þjóð sem kaus hann til lýðræðislegrar forystu oft og mörgum sinnum?

Éld við verðum að sætta okkur við það vera endanlega orðin hirðfíflið í alþjóðasamfélaginu.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Það er nú eitt að þessir menn séu með mikilmennskubrjálæði og stjarnfræðilegt álit á eigin tungumálahæfileikum.

Það sem er verra er að bullið sem þessir vindbelgir ræpa úr sér í tíma og ótíma lagast lítið í meðförum hinna færustu túlka.

Nafnlaus sagði...

Hey, hann sagði liquidity og allt ...