Hvaða forsætisráðherra skrifar til (banka)stjóra hvaða stofnunar sem hann ku ekkert eiga með að hafa afskipti af?
Vísbending: Það er ekki sama hvort er, forsætisráðherra eða Bubbi kóngur.
Fyndiiiið.
Svo ætla ég, alveg án leyfis höfunda, að birta fynd sem ég sá á fésbókinni:
er hún ekki í gangi - ósýnilega leikhúsið í seðlabankanum?
Algjörlega!
Mar verður að fara að lesa Jarry. Ég held hann sé fyndnari en venjulega, þessa dagana.
3 ummæli:
Hehe :)
Ég rakst á einhverja barnalandsumræðu þar sem verið var að ræða Davíðshroka (nema hvað) og einhver segir sem svo "er það ekki þess vegna sem hann er kallaður Dabbi kóngur?" Og fór að spá í hvort fólk viti yfir höfuð eitthvað um leikritið sem maðurinn er að eilífu kenndur við - held það hafi lítið verið sett upp hér síðan Herranótt var með það fyrir á fjórða tug ára - og hversu skuggalega sannara það verður með hverjum deginum.
Ég bíð þess í ofvæni að sjá hvernig uppáhalds sviðsdíreksjón mín evver verður leyst í þessari uppfærslu:
"Pólski herinn kemur inn frá hægri."
Já, helv... og allir Pólverjarnir nýfarnir...
Skrifa ummæli