20.5.09

Dagur 2 í Eyjum Færanna

Það er helst í fréttum að kennarar eru mættir og líklega hefur nemendum á mínu námskeiði fækkað niður í tvo. Við Eyfinnur verðum semsagt tvö að læra að skriva hjá Togga.

Ég vatt kvæði mínu í kross og ákvað að skrifa hér ekki hádramað sem ég var búin að ákveða, heldur reyna að koma einhverju lagi á Heljarslóðarorrustuna, söngleik. Hefi ég vélað lærarann í hlutverk meðhöfundar svo ég á von á sæmilegri framvindu. (Hann getur bara samið þessi Hálfvitalög í Svarfaðardalnum eða eitthvað. ;)

Og nú ætla ég að fara að athuga hvort búið er að aflétta gjaldeyrishöftunum af kortinu mínu. Sé svo kaupi ég bjór og örlítið fleiri gjafir handa fjölskyldunni minni. Eiginmaðurinn verður nú að fá eitthvað ógurlega fojnt fyrir að vera aleinn heima í heila viku, með öll börnin og buruna og þann yngsta að jafna sig af drullunni.

Blíðar heilsanir...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húghælar kvedjúr og skrivist ynkkjur vel.
Hulda

Sigga Lára sagði...

Tak fyrir tað. Onkur skrivas trúlíga dásamligar vítleysur. :)

Gummi Erlings sagði...

Húhú, má maður þá eiga von á uppsetningu á Heljarslóðarorustu næsta vetur? Því fagna bendiktsgröndalsfön eins og ég. En ég kann ekkert að segja á færeysku. Nema passaðu þig bara að biðja ekki um Mogga út í búð (og alls ekki um kúlur fyrir afganginn). Eða jú annars, prófaðu það og segðu mér svo frá niðurstöðunni:)