Góðan og blessaðan daginn. Eins og sést erum við Hraðbátur búin að fara út í blíðuna í morgun. Aðrir heimilismenn sofa á sín grænu. Freigátan er að jafna sig eftir magapest en er ennþá voða slöpp. Gubbaði í morgun og er sofandi. Og það sést ekki á þessari mynd, en Hraðbáturinn datt um daginn og fékk kúlu. Svo datt hann aftur í gær á sömu kúluna og er núna eins og einhyrndur lambhrútur.
Ó, þú aftur?
En, sem sagt. Hugleikur frumsýndi Ó, þú aftur? á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á föstudagskvöldið. Við mikinn fögnuð allra viðstaddra og ég held við séum bara mjög ánægð með útkomuna. Svo er víst að seljast upp á allar sýningar! En þær sem eftir eru, eru:
Í kvöld, sunnudag 17. maí
miðvikudag 20. maí
föstudag 22. maí
sunnudag 24 maí
miðvikudag 27. maí
fimmtudagur 28. maí
föstudagur 29. maí.
Miðapantanir á vef Þjóðleikhússins.
Það er ekki lengi gengið á Helgrindur af mörgum mönnum.
Áður en það gerðist var ég búin að stúdjóa útvarpsþáttinn minn og er harla ánægð með útkomuna af honum líka. Hann heitir Það er ekki lengi gengið á Helgrindur af mörgum mönnum – Hugleikur 25 ára og verður útvarpað á fimmtudaginn, uppstigningardag, klukkan 10.15. (Síðasti dagskrárliður fyrir messu, svo mikið sem.) Svo verður hægt að hlusta á hann á vef ríkisútvarpsins í einhverjar vikur á eftir.
Lokaverkefni
Sama dag og útvarpsþáttur stúdjóaðist og Ó þú generalprufaðist fékk ég einkunn fyrir lokaverkefnið mitt. 8. Meðaleinkunn úr náminu 8,11. (Hefði getað verið hærri, allt of margar einingar, en ég nennti ekki að láta taka neitt út. Svo þá er það bara útskriftin... sem ég ætla ekki að mæta á vegna fjarveru.
...og svo bara Færeyjar!
Þá er það næsta ævintýri. Ég er að fara til Færeyja á morgun. Á leikritunarnámskeið hjá Þorgeiri Tryggvasyni (af því að maður hittir hann nú alllldrei) á Færeyska Meginfélagsskólanum. Verðum í Læraraskúlanum í Þórshöfn, en þar hef ég nú alveg gist áður. Fyrir 10 árum í Sálnajónannaferð. Reyndar mæti ég á svæðið tveimur dögum áður en námskeiðið byrjar, einum degi áður en hinir Íslendingarnir koma, og veit ekki neitt... en ætla að hafa með mér svefnpoka og er búin að finna farfuglaheimili og hyxt líka heimsækja færeysku bandalagsskrifstofuna og svona. Og sofa gríðarlega fram að námskeiði. Það hefst á miðvikudagskvöldið og ég ætla að reyna að vera dugleg að senda einhverjar örfréttir hingað og á fésbókina.
Jæjah... best að reyna að fara að byrja að þvo, það sem þarf síðan einhverntíma að pakkast.
Ó, þú aftur?
En, sem sagt. Hugleikur frumsýndi Ó, þú aftur? á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á föstudagskvöldið. Við mikinn fögnuð allra viðstaddra og ég held við séum bara mjög ánægð með útkomuna. Svo er víst að seljast upp á allar sýningar! En þær sem eftir eru, eru:
Í kvöld, sunnudag 17. maí
miðvikudag 20. maí
föstudag 22. maí
sunnudag 24 maí
miðvikudag 27. maí
fimmtudagur 28. maí
föstudagur 29. maí.
Miðapantanir á vef Þjóðleikhússins.
Það er ekki lengi gengið á Helgrindur af mörgum mönnum.
Áður en það gerðist var ég búin að stúdjóa útvarpsþáttinn minn og er harla ánægð með útkomuna af honum líka. Hann heitir Það er ekki lengi gengið á Helgrindur af mörgum mönnum – Hugleikur 25 ára og verður útvarpað á fimmtudaginn, uppstigningardag, klukkan 10.15. (Síðasti dagskrárliður fyrir messu, svo mikið sem.) Svo verður hægt að hlusta á hann á vef ríkisútvarpsins í einhverjar vikur á eftir.
Lokaverkefni
Sama dag og útvarpsþáttur stúdjóaðist og Ó þú generalprufaðist fékk ég einkunn fyrir lokaverkefnið mitt. 8. Meðaleinkunn úr náminu 8,11. (Hefði getað verið hærri, allt of margar einingar, en ég nennti ekki að láta taka neitt út. Svo þá er það bara útskriftin... sem ég ætla ekki að mæta á vegna fjarveru.
...og svo bara Færeyjar!
Þá er það næsta ævintýri. Ég er að fara til Færeyja á morgun. Á leikritunarnámskeið hjá Þorgeiri Tryggvasyni (af því að maður hittir hann nú alllldrei) á Færeyska Meginfélagsskólanum. Verðum í Læraraskúlanum í Þórshöfn, en þar hef ég nú alveg gist áður. Fyrir 10 árum í Sálnajónannaferð. Reyndar mæti ég á svæðið tveimur dögum áður en námskeiðið byrjar, einum degi áður en hinir Íslendingarnir koma, og veit ekki neitt... en ætla að hafa með mér svefnpoka og er búin að finna farfuglaheimili og hyxt líka heimsækja færeysku bandalagsskrifstofuna og svona. Og sofa gríðarlega fram að námskeiði. Það hefst á miðvikudagskvöldið og ég ætla að reyna að vera dugleg að senda einhverjar örfréttir hingað og á fésbókina.
Jæjah... best að reyna að fara að byrja að þvo, það sem þarf síðan einhverntíma að pakkast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli