23.5.09

Davur 5 (fyrri partur?)

Sýnishornakvöldið í gærkvöldi var ljómandi. Við létum leikara lesa smá úr höfundaverkum okkar og gerðu menn það með tilþrifum, á færeysku sem íslensku. Svo sáum við senum hjá leikstjórnarnemum. Svo var rosalega gaman að sjá hvað leikmyndunardeild var búin að vera að bedrífa. Þau eru búin að sitja og föndra, og voru komin með þessi líka flottu sviðsmyndamódel og allskonar inspírerandi klippimyndir. Ágústuhópurinn hér í Færeyjum sló síðan botninn í. Hann er alveg feykilega sterkur og flottur. Þeir sem voru á Leiklistarhátíðinni í Riga í fyrra myndu líklega þekkja nokkra þarna úr Óþelló-hópnum. (Sem er bæðevei á leiðinni til Mónakó á IATA hátíðina.)

Gærkvöldið endaði svo með spjalli og syngi hvar ég hélt áframa að rifja upp allskonar gamlar syndir á herra gítar. Man einhver eftir Don't think twice? Og allskonar Pink Floyd? Ójájá.

Þá er bara kominn leygardagur. Nú víkur prógrammið aðeins frá því sem maður á að venjast, sem er að rugla mig endalaust. Í kvöld er nefnilega lokakvöldið, eða eins og segir í prógramminu, veisla með mati og dansi, og lokadagurinn, með hraðsoðnum stuttverkum og öllusaman, er ekki fyrr en á morgun. Klukkan 4 á morgun er síðan bara allt búið og allir fara heim. Nema við jáararnir. Við förum í matarboð hjá sendiherranum.

Nú er pressa á honum Eyfinni. Hann situr og bisar við að snúa Listinni að lifa (einþáttungsversjón) og Sigurvegaranum mínum yfir á færeysku. Ég er hins vegar búin að vera að punta uppá Orrustuna með smáatriðum. Er komin sæmilega í gegn, og hef tíma og er í góðum blaðsíðufjölda til að punta og bæta við smáatriðum. Svo ég er eiginlega bara að dingla mér. Og svo er ég líka að pikka upp eitt og eitt lag, svona inn á milli.

Jæjah. Vinna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jáarar???
hverjir eru það?
Hulda

Sigga Lára sagði...

Íslendingar.

Nafnlaus sagði...

jájájájájájá- ég skil.
Hulda

og staðfestingarorð dagsins er barman - hlítur að vera vísbending um stöðuna hjá ykkur á lokakvöldi