Í framhaldi af spekúleringum um fjölmiðlastríðið er eitt orðið ljóst. Þeir hafa allir ákveðna málstaði/einstaklinga að verja.
Svona fyrir utan það eru allir fréttamiðlar að missa sig í kreppukláminu. Í dag er frétt ekki frétt nema í henni sé hamfaraspá. Þessi sérfræðingur talar um greiðsluþrot, annar um lélegra lánshæfismat, og heimsenda- og hamfarahugtökum og líkingum strá menn í kringum sig sem aldregi fyrr.
Hvað er að gerast í raun og veru?
Ja, það er rigning úti og fólk er örugglega almennt bara í vinnunni.
Guði sé lof fyrir internetið, á svona tímum. Þar tekur hins vegar við manni frumskógur. Ég er farin að átta mig á landslaginu. Suma miðla líður mér oftast vel með að lesa. Það sama á við um blogg. Ég meika ekki AMX og Björn Bjarnason, boycotta bæði mbl og vísi alveg markvisst. Ef eitthvað "raunverulegt" er að gerast má yfirleitt lesa það á milli línanna í sjónvarpsfréttum RÚV á kvöldin. Samt ekki fyrr en í þriðju frétt, á eftir nokkrum kreppukláms ekkifréttum um að einhver hafi sagt eitthvað.
Um daginn ákvað ég að skilgreina fyrir sjálfri mér hverja ég vildi hlusta mest á. Hugmyndir hverra mér þætti best að byggja nýtt og betra þjóðfélag á, þegar stríðinu lýkur. Sumir þessara einstaklinga eru reyndar líka með hugmyndir um skítmoxturinn, jafnvel aðallega. Gríðarlega margir eru nálægt því að komast á listann, en í dag er hann svona:
Eva Joly
Páll Skúlason
Vigdís Finnbogadóttir
Njörður P. Njarðvík
Jóhanna Sigurðardóttir
Andri Snær Magnason
Lára Hanna Einarsdóttir
Þorvaldur Þorsteinsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Ólafur Stefánsson
Halla Gunnarsdóttir
Ellefu manns sem ég vil hlusta á og lesa.
22.10.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kreppuklám, það var gott orð. Þoli ekki svoleiðis.
Skrifa ummæli