19.10.09

Að lifa október af. Dagur 19.

Þá er að taka á honum stóra sínum. Það þarf virkilega að fara að taka á verkefnafargani annarinnar og bæta upp hlaupaleysið frá um helgina, en til þess gafst hreint enginn tími, þá.

Í öðrum helstum og óspurðum fréttum ætla ég að fá lánaðan gítar hjá henni Gerði í dag. Ég reikna með að mikil fagnaðarlæti upphefjist í gítartímanum mínum þegar hann fær að fara með mér þangað. Kallarnir þar eru búnir að vera ferlega rasandi yfir því að ég sé að hamra á gítar með svona feitum hálsi, með mína litlu putta. Þeir eru síðan allir með risakrumlur og koma puttunum á sér ekki fyrir hlið við hlið á sínum hálsmjóu köntrígíturum. Og myndu aldrei skipta yfir í hálsbreiðari klassíska gítara og skilja heldur ekki hvað ég er að gera með svonleiðis, þar sem "það heyrist ekkert í þeim."
Ég hef látið vera að útskýra að ég hafi nú ekkert hugsað mér að vera mikið að strömma "Ó, Gunna" undir fjöldasöng... Þessu er misskipt.
Staðreyndin er hins vegar sú að ég er með ponkulitlar hendur og í síðasta tíma vorum við ógurlega mikið í asnalegum hljómum sem taka yfir 5 bönd og rythmaæfingum um leið og litla vinstri höndin mín var nú bara að detta af. Svo ég ætla að athuga hvort hann Gerðar gæti kannski eitthvað lagað handheilsuna.

Þetta var nú mikið rant.
Undanfarið hef ég ekki haft tíma til að láta október bögga mig mikið.
En það fer kannski að koma...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ en huggulegt að þú ert enn að blogga, hélt að feisbókin hefði kæft allt solleiðis. Dáist að þér fyrir svo margt, gítarlær og doktorsnám, fjölskyldustúss, hlaup og heilbrigðar (svipaðar og ég) lífsskoðanir. Lifðu heil :)
María P

Sigga Lára sagði...

Það er kósí að blogga.
Og stundum gaman að lesa færslurnar sínar aftur í tímann. Ég er samt voða fegin að geta ekki lesið þær fram í tímann. Sé fyrir mér sjálfa mig að lesa það sem er núna, fyrir fimm árum:
Út að haupa! Doktorsnám! ÞRJÚ BÖRN!!!
WTF!?!
Hefði líklega þurft áfallahjálp. ;)

Og láttu þér batna í löppinni, María mín.