Ég er alltaf að komast betur og betur á þá skoðun að eignar- og tangarhald spillingararmanna tveggja á fjölmiðlum sé af hinu góða. Nú djöflast menn á hæl og hnakka, Jón Ásgeir og útrásarpésarnir annars vegar og Davíð og náhirðin hins vegar, við að moka skítnum af góðærisbullinu hvor á annan. Þeir gera þetta af mikilli heift, rætnum hug og öllum þeim skítmennaskap sem þeir eiga til. Það er gott. Fín rannsóknarblaðamennska í gangi á báða bóga sem á örugglega eftir að hjálpa til við rannsóknir á orsökum efnahagshrunsins.
Með illu skal illt út reka og það sem menn eru ekki að átta sig á er að þetta eru tveir armar af sama siðspillta búknum og haldi menn svona áfram verður ekkert eftir af hvorugu þegar slagnum linnir.
Þegar upp verður staðið lifa bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking stríðið af. Enda kemur þetta þeim sem stjórnmálaöflum ekki við nema að litlu leyti. En þeir báðir verða betri flokkar og heilli í hugsjónum sínum varðandi stjórn landsins þegar búið verður að hreinsa úr þeim ruslið. Það sem eftir stendur, eftir stríðið, verður vonandi heilbrigðara stjórnmálalíf, viðskiptalíf, fjölmiðlalíf og þjóðfélag.
20.10.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sennilega já. Svo fremi hvorugur vinni fullnaðarsigur áður en allt er komið upp úr ræsunum.
Það vinnur aldrei neinn í stríði.
En oft hægt að byggja skemmtilega á rústunum.
Skrifa ummæli