23.10.09

Að lifa október af. Dagur 23 - 26.

Í morgun var alveg kolsvartamyrkur þegar ég skilaði drengnum á leikskólann. Á móti kemur að það eru víst ekki nema svona tveir mánuðir í jól.

Til að stytta það sem eftir er af október aðeins er gott ráð að brúka vetrarfrí grunnskólafólks í fjölskyldunni og þruma út á land. Við ætlum í norðrið á eftir. Þar skal tjillað ógurlega alveg fram á mánudag. (En hlaupaskórnir eru nú samt með í för.)

Það verður annars að segjast að þetta er með auðveldari októberjum. Ég veit ekki hvort það eru hlaupin eða gítarspileríið, hvurttveggja hjálpar allavega til, eða annríkið, tíminn flýgur allavega ferlega mikið á því. Ég er allavega að fara að gera góðan haug af verkefnum í nóvember en er bara ekkert sérstaklega á tauginni. Mér finnst líklegt að ég klári það sem ég á að klára og svona.

Svo vilja menn ferlega heyra hvað ég segi þessa dagana. Var með fyrirlestur í Brecht-tíma um daginn, er að fara að messa yfir dramatúrgíunemum á BA stiginu á eftir og er að fara í heimsókn í MH í næstu viku hvar leiklistarnemar ku vera að leika sér með Unga menn á uppleið.

Ferlegt stuð í því, bara.

1 ummæli:

Berglind sagði...

Dásamlegt að sjá einhvern fallbeygja mánuð. Mig hefur oft dauðlangað að (eitthvað) til loka októbers en líklega ekki meikað að vekja athygli á sérvisku minni.

Getur ekki annars verið að október hafi reynst þér léttari af því að þú feisaðir hann fyrirfram?

Hmm.