27.10.09

Til þeirra sem ekki skilja gleðina yfir brotthvarfi MacDonalds

Málið er að hingaðkoma þeirrar keðju markaði upphaf hins uppdiktaða góðæris þess sem síðan hefur farið hér með efnahag allra til fjandans. Með þann sem tróð í sig fyrsta biggmakknum í fararbroddi.

Brottför þessa merkis úr landinu er ekkert annað en táknræn. Enginn missir vinnuna, heldur verða nokkru fleiri störf í tengslum við hið verðandi "Metró" þar sem hinar nýju hamorgarabúllur munu brúka íslenskt hráefni.

Því er ekki að undra að húrrahrópin endurómi.

Og það fer í taugarnar á mér þegar fólk talar um að eitthvað gerist "í netheimum." Puttar okkar sem tjá sig þar eru í kjötheimum og skoðanir líka.
Þetta er allt sami heimurinn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðst og gleðst og gleðst, en líkar þó illa við nýja nafnið en það skiptir ekki öllu í stóra samhengi hlutanna.Hrafnhildur

Sigga Lára sagði...

Já, mér finnst nýja nafnið líka plebbó. En menn virðast ekki geta nefnt nokkurn skapaðan hlut þessa dagana. Mér finnst allt vera ýmist góðærisplebb eða fortíðar/kreppuklám, þessa dagana.

Berglind Rós sagði...

Mikið erum við sammála þessa dagana. Ég er líka glöð yfir að vera laus við markaðssetninguna sem er beint gegn börnunum mínum sem finnst maturinn vondur en "verða" að fá þetta ótrúlega spennandi dót sem er náttúrulega alltaf tómt drasl og allur pakkinn verður ekkert nema vonbrigði. Meira að segja ísinn er vondur. En svo þegar að næstu auglýsingaherferð kemur þá er það allt saman gleymt :-/ Ekki þar fyrir að Rósa hefur tvisvar "fengið" að fara á MacDonalds á sinni ævi og Guðmundur Steinn aldrei. En ég er samt glöð að vera laus við þetta.

BerglindS sagði...

Já, Makkó hefði verið miklu betra ... tíhí.

Ég er reyndar ekki sammála þér, Berglind, um ísinn. Ég lét mig stundum hafa það að fara inn í svona búð í útlöndum til að fá mér ísinn. Mmmmeð karmellusósu, nú er ég búin að játa allt.

Sigga Lára sagði...

Ég hef oft étið MacDonalds. Oftoftoft. Og hlakka til að éta Metróborgara úr íslenskum beljuafurðum.

En mér finnst þetta snúast gríðarmikið um prinsippið og er afar stolt af að búa í MacDonaldslausu landi.

Næstum jafnsvalt og að búa í landinu þar sem kjánarnir klúðruðu kapítalismanum þannig að hann átti sér aldregi viðreisnar von á byggðu bóli.

Árný sagði...

Hip hip húrra!