29.11.09

Svefnlaus

Það er afar spennandi að eiga börn. Til dæmis getur maður stundum þurft að prófa alveg til þrautar hvað maður kemst af með lítinn/engan svefn lengi, án þess að verða afar geðveikur. Ég er einmitt stödd í slíkri tilraun. Er alltaf að vona að henni fari að ljúka en það er hreinlega ekkert útlit fyrir það. Hreint ekki neitt. Eiginlega þvert á móti.

Hraðbátur er búinn að vera með nokkrar veikir í röð. Núna alveg síðustu nætur hefur hann eiginlega ekki sofið neitt. Hann er eitthvað svo stíflaður og uppfokkaður í öllum öndunarfærum að um leið og hann sofnar hættir hann að geta andað. En stundum er hann samt ágætur þegar hann er vakandi. Svo áðan fann ég að eitlarnir í hálsinum hans eru alveg stokkbólgnir. Og ég las mér til um einkirningssótt. Og komst að því að hún myndi útskýra þetta alltsaman. Og tekur 2 - 4 vikur.
Sijitt-fokk-dem-bitsj-hell.

Við hliðina á þessu er hlaupabólan sem Freigátan er með bara pínöts. Hún átti reyndar svefnlausa nótt síðustu nótt og fékk að fara í bað með hafragrjónum í um miðnættið. Það þótti henni svo mikið sport að hún hefur reynt að feika kláða annað slagið í dag til að fá að fara í svoleiðis aftur.

Svo á ég víst að þykjast vera einstaklingur á daginn í næstu viku og skrifa einhver verkefni og ritgerðir og svona. Ekki einu sinni fyndið hvað ég sé það ekki gerast.

---

Öppdeit:
Morguninn eftir fór ég með Hraðbátinn til barnalæknis og hann úrskurðaður með enga einkirningssótt heldur bara brjálaða sýkingu í eyrum (ennþá) sem hefur dreift sér í alla kirtla og eitla. Hann fékk uberpensillín og getur vonandi bráðum farið að anda léttar og sofa á nóttunni. Móðir hans verður mun skemmtilegri í samskiptum þareftir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bað með hafragrjónum???

Hulda

Sigga Lára sagði...

Já. Eitthvað húsráð.
Svínvirkaði, reyndar. :)