2.2.10

Meiri byltingu!

Ég fann ekki fyrir góðærinu og bíð enn eftir kreppunni.

En eitt er alveg á hreinu.

Það er ekki séns að fólkið í þessu landi láti bjóða sér það að Bjöggarnir og Baugararnir og vinir þeirra, haldi áfram að eiga öll fyrirtækin og allan markaðinn, með Davíð og Jón Ásgeir með fjölmiðlana í vasanum og sjálfstæðishundana þefandi uppi síðustu krónurnar í landinu til að lauma til Tortóla, á meðan heilbrigðis- og menntakerfi er skorið niður við trog.

Forsætisráðherra segir að ekkert sé hægt að gera í því, ef það að bankarnir afhendi sínum gömlu eigendum stórfyrirtækin skuldhreinsuð svo hægt sé að halda áfram að sukka... allt í lagi ef þeir fara eftir einhverjum leynilegum "verklagsreglum" sem þeir sömdu sjálfið árið 2006.

ER EKKI Í LAGI?!?!?

Voru þá ekki smá mistök að einkavinavæða bankana svona alveg út um bakdyrnar?
Er þá ekki kominn tími til að breyta lögunum þannig að þetta sé ekki hægt?
Hver semur helvítis verklagsreglurnar?
Er þá ekki eitthvað að þeim?

Ef það er það sem verið er að segja, vinstristjórn, að þetta sé bara ekki hægt að gera. Við séum bara dæmd til að borga skítaskuldirnar sem þessir HELVÍTIS GLÆPAMENN efndu til, en eru að sjálfsögðu ekki persónulega ábyrgir fyrir, af því að þeir eru siðblindir og hafa ekki hæfileika til að hugsa um annað en eigin gullslegnu rassgöt...
Ef lögin ná ekki yfir þá...
Og geta ekki náð yfir þá...
Og ríkið er jafn fullkomlega máttlaust og valdalaust í þessu máli og sumir vilja meina...

Þá tekur skríllinn málin í sínar hendur.
Þannig verður það bara.

Menn skulu ekki halda að við horfum hérna upp á niðurskurð og skattahækkanir, ár eftir ár, (og ég ætla ekki að fara með fávitaskap eins og að segja að Ísland brenni, eða þjóðinni blæði út, við höfum það samt skárra en margir) en ef menn halda að við ætlum að horfa á gróðærispakkið halda áfram að græða og grilla á öllusaman?

Þeink agennn.

1 ummæli:

Lilja sagði...

Djöfull kemstu alltaf vel að orði - þú segir það í hnotskurn sem við öll erum að hugsa.