1.2.10

Reiðin og tortryggnin rúlar!

Lára Hanna er komin með link á mig. Þarf maður þá ekki alltaf að vera málefnalegur, pólitískur og reiður?

Allavega.

Þegar menn fara að kvarta yfir reiðinni og tortryggninni í þjóðfélaginu þá verð ég... tja... tortryggin. Og jafnvel bara reið.

Reiðin og tortryggnin veitir nefnilega aðhald. Þeir sem eru að svindla sér milljónum (eða -jörðum) í dag, reyna nefnilega að fara frekar leynt með það. Ekki það að viðkomandi aðilar skammist sín. Það er ekki víst að þeir hafi hæfileikann til þess, enda lifa þeir allir í þeirri sjálfsblekkingu að þeir séu heiðarlegustu menn landsins og þótt víðar væri leitað, en þeir vita að það er vissara að reiði og tortryggni skríllinn fylgist frekar vel með þessa dagana, þrátt fyrir að almennilegir rannsóknarblaðamenn séu reknir frá fjölmiðlum í hrönnum.

(Sem... af hverju ætli það sé, annars? Vilja eigendur fjölmiðlanna kannski ekki að mál séu rannsökuð? Tortryggni? Já.)

Og svindlararnir vita sem er að ef reiði og tortryggni skríllinn vissi að enn væri verið að stela milljörðum á dag... ja, þá gæti það bara misskilist.

Ég held að það sé mjög mikilvægt að halda reiðinni og tortryggninni áfram og við. Um leið og henni sleppir fara skrúðkrimmarnir á stjá. Enda held ég að henni sleppi ekki neitt fyrr en réttlætinu hefur verið fullnægt.

Með einum eða öðrum hætti.

Engin ummæli: