24.11.10

Það sem er óhugsandi

Ég er með alveg mergjaðar harðsperrur eftir fyrstu hreyfinguna í langan tíma sem fór fram síðastliðinn mánudag. En ég held að heilinn í mér sé að verða mjög vel teygður. Einhvern tíma verðum við búin að finna upp heilaleikfimi. Hún felst til dæmis í því að hugsa það sem er óhugsandi.

Það sem er óhugsandi er óhugsandi vegna þess að það hefur aldrei átt sér stað. Mögulega af því að engum hefur nokkurn tíma dottið það í hug. Vegna þess að það er óhugsandi. Margt sem einu sinni var alveg óhugsandi hefur síðan gerst og jafnvel orðið daglegt brauð.

Þess vegna er ekkert óhugsandi.

Ókei?

Nú ætla ég að lesa allskonar sem einu sinni var óhugsandi en menn hafa síðan gert bækur um og er núna hugsanlega mögulegt og verður kannski einhverntíma að einhverju leyti venjulegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði bara að segja þér að þrátt fyrir fá tiltöl þá er ég alltaf á línunni.
Með hilsu
Hrafnhildur

ps. staðfestingarorðið er pregnett.... hó dí hó.

Sigga Lára sagði...

Hahaha!

Það ert þá þú. ;)