13.4.11

Eilíf ást og hamingja og friður á jörð

Þetta er semsagt pistill um það sem mig langar í.

Hjól.
Það þarf samt að vera þannig að ég geti notað það gríðarmikið og alltaf. Og ég þarf líklegast að geta haft allavega einn krakka aftaná. Nenni samt eiginlega ekki að fá mér tengivagn. Of dýrt og of mikið vesen. Fann í dag úr að það er reiðhjólaverkstæði rétt hjá mér sem er til í að taka hjólin sem við þurfum að henda og er með notuð hjól til sölu. Sem er alveg ferlega exellent. Það þarf líka eitthvað að lappa uppá Freigátuhjól í leiðinni. Í vor er síðan planið að fara eitthvurt og kenna henni að hjóla hjálpardekkjalaust.

Svo langar mig á Skólann í sumar.
Auðvitað á ég ekki forkaupsréttinn af því eftir að hafa tapað megrunarkeppni við eiginmanninn. Hann er samt eitthvað að draga lappirnar. Ég held líka að það séu miklu meiri vinir mínir en hans að fara þetta árið. Svo kannski ríf ég þetta bara af honum. Þarf að ákveða mig á morgun eða hinn!

Mig langar ekki að íbúðin sem ég er nýflutt inn í seljist. En auðvitað er það óttaleg eiginhagsmunagæsla í mér. Seljandinn, leigusalinn, verður auðvitað dauðfeginn um leið og það gerist. Það er að koma haugur af fólki að skoða á morgun. Ef selst samgleðst ég eiganda vissulega... og fer að leita mér að öðru fj... húsnæði.

Ég hlakka til að sjá generál á Einkamál.is hjá Hugleik í kvöld. Hlakka líka óstjórnlega til að sjá Havgird með færeyska leikhópnum Royndinni í Gaflaraleikhúsinu aftur á laugardagskvöldið. Sem og Ballið á Bessastöðum í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Á föstudagskvöld er ég líka að fara í boð sem er einhvers konar samdrykkjufundur. Og hvað á að tala um? Jú. Leikhús!
Af því að það er auðvitað aldrei nóg af því!

Ég hlakka til að hlaupa þessa 7 kílómetra í Háskólahlaupinu á morgun. Og fara mögulega í jóga í beinu framhaldi. Það verður sko hreint ekki neitt leiðinlegt. Fékk flottan bol þegar ég skráði mig!

Og skelfing verður gaman að klára að tæma geymsluna í Gamlahúsi og skila því á mánudag. Þá verðum við endanlega Flutt.

Já, ferlega er eitthvað mikið og skemmtilegt að gera! Þetta er nú eiginlega algjört met, bara. Eins gott að það fer að bresta á með páskum og tjilleríi. Ótalmargt heima hjá mér ætlar að finna "sína staði" þá.

En það er ljóst að ég nenni ekkert að vinna núna. Best að fara út í bæ að reddast.

3 ummæli:

Ásta sagði...

Mig langar líka í skólann. Sem höfundur í heimsókn. Förum í skólann!

Sigga Lára sagði...

Búin að skrá mig!
Koddu með!

(Blogger segir proffe. Þetta er borðleggjandi!)

Ásta sagði...

Yessss!!