Ég tapaði Icesave. Það verður áfram í fréttunum. Ásamt Bjarna Ben og Sigmundi fokkíng Davíð. Æði.
Er samt alveg stútfull af bjartsýni. Fátt er svo með öllu illt, og allt það. Það góða við þessa niðurstöðu er að nú fáum við ekki meiri lán. Og það er GOTT. Við skuldum alveg nóg og meira en það. Hingað koma heldur engir "erlendir fjárfestar". Það er enn betra. "Erlendir fjárfestar" eru skítapakk með vanvirka siðferðiskennd sem, alveg sama hvað hver segir, eru ALDREI að hugsa um hag samfélagsins. Það er ekkert win-win. Ókeypis hádegisverður er ekki til. Læra menn í Viðskiptafræðunum. Enginn "fjárfestir" er að fara að koma færandi hendi með peningana sína til Íslands, færandi hendi, samfélaginu til góðs. Aldrei.
Hins vegar vill svo skemmtilega til að hér er nóg af öllu. Mat framleiðum við sem gæti dugað miklu fleirum, tómt húsnæði er hér í haugum, og ef menn væru til í að ná nefjunum uppúr sparibaukunum sæju menn að hér er fullt af verkum sem þarf að vinna, má alveg kalla þau "störf" ef menn endilega vilja, í mennta- og heilbrigðistkerfi, vegir sem þarf að laga á Vestfjörðum og allskyns. Og fullt af fólki sem vantar eitthvað að gera!
Svo ég segi það enn einu sinni. Er ekki eitthvað að þegar draslið sem við fundum upp til að auðvelda okkur viðskipti, kemur nú í veg fyrir að við getum stundað viðskipti?
Pollýanna ætlar að ímynda sér að þessi kosning sé upphafið af endalokum peningakerfisins.
10.4.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
like
Orðrétt sama og ég hugsaði :)
Skrifa ummæli