15.4.11

Órólega deildin

Það er að verða til nýr þingflokkur á Alþingi. Éld það væri heppilegast að hann yrði kallaður Órólega deildin. Þangað gætu allir komið sem þyrftu samvisku sinnar vegna að segja skilið við þingflokk sinn, til lengri eða skemmri tíma.

Órólega deildin hefði engan þingflokksformann og þeim sem sætu í henni væri uppálagt að styðjast við eigin samvisku, betri vitund og skynsemi þegar kæmi að því að taka afstöðu til mála.

Þegar allir þingmenn verða komnir í órólegu deildina fer Alþingi að geta sinnt sínu hlutverki sem löggjafarsamkunda þjóðkjörinna fulltrúa almúgans.

Engin ummæli: