14.4.11

Hullinn og svona

Til hamingju, leikfélagið Hugleikur, með 27 ára afmælið! Aldurinn sem mestu rokkararnir deyja á!
Fór á generalprufu á Einkamál.is. leikritinu sem sá gamli frumsýnir á morgun. Óttalega skemmtilegt paunk í gangi þar.

Í tilefni dagsins gerði ég heiðarlega tilraun til að hlaupa 7 kílómetra. Lagði af stað í sól. Svo kom rok. Svo fór sólin. Svo kom snjókoma. Þá haglél.... og nú er aftur komin sól. Labbaði alveg helling af leiðinni og kom með þeim allra síðustu í mark. Aftur komin á þann stað að lappirnar geta hlaupið lengra en lungun. Þarf að fara að gera eitthvað í þessu, nenni ekki aftur á hjartadeildina í sumar.

Annars er þetta búin að vera svakaleg törn. Einhverntíma þarf ég að leggja mig. Eða fara snemma að sofa. Ætlaði að gera það í kvöld... en mundi svo að það er ferlega gott í sjónvarpinu, aðallega seint. Helgin fer síðan í endalausa menningarneyslu og vinafagnaði. Sem standa líklegast frameftir. Vonandi er það rétt sem sagt er að maður geti sofið þegar mar er dauður. Eða kannski bara um páskana!

Ef það væri ekki einhver dauðand haugur af fólki að skoða íbúðina þar sem ég bý myndi ég sko fara heim og leggja mig NÚNA!

Engin ummæli: