30.3.04

Það er eitthvað undarlegt á seyði.

Allar buxurnar mínar, sem fóru í gegnum stækkunartímabil á meðan æfingar á Sirkus stóðu sem hæst, hafa minnkað ískyggilega undanfarið. Þetta er spurning um að:

A) Skipta um þvottaefni og athuga hvað gerist...
B) Ákveða að stærðarlögmál heimsins séu að breytast og kaupa sér stærri föt...

Eða hreinlega að hætta sjálfsblekkingunni, reyna að fara að ganga meira út um allt, hætta að panta pizzur við hvert tækifæri og reyna að fá eiginmanninn til að hætta að ofnota nýuppgötvaða hæfileika í hamborgaragerð og fara að borða lítinn og vondan mat með káli til þess að verða ekki offitupúkanum að bráð. Ojpoj.

Annars er Hugleikur að fara af stað í hryllingsverkefni til fjáröflunar, nefnilega að leika páskapúka fyrir Nóa Siríus og láta berja sig í spað í búningum á almannafæri. Hljómar ekkert minna en martröð, fyrir utan eitt. Boðskapinn.

Við verðum sem sagt að hvetja börn til að borða súkkulaði. Fá sér páskaegg svo þau verði stór og feit. Mér finnst góð tillaga á yfirskrift verkefnissins vera:

"Ekki gera eins og Magnús Sceving segir þér!"

Það er ljóst að við erum að fara í beina móralska samkeppni við Latabæ. Ættum að heita Flatibær.

Þessir páskar verða sumsé Púkó. Ég ætla að vera hrekkjapúki, þ.e.a.s ef ég meika búninginn fyrir innilokunarkennd.

Engin ummæli: