29; á bak við tjöldin.
Kvikmynd.
1. Atriði. Int.
[Við sjáum yfir draslaralegt herbergi. Það heyrist vekjarahljóð í síma. Afmælisbarnið sést með slef út á kinn, steinsofandi í gegnum hávaðann og innan um allt draslið. Föt liggja á víð og dreif um herbergið og rúmið, eins og þeim hafi verið afklæðst á alvarlegu ölvunarstigi. Afmælisbarnið hrekkur upp og lítur á klukkuna í símanum.]
Afmælisbarnið: Sjitt!
[Afmælisbarnið stekkur á fætur, reynir að klæða sig í fötin og bursta tennurnar í einu, flýtir sér út.]
2. Atriði. Ext.
[Afmælisbarnið sést ráfa áfram, reykjandi sígrettu, greinilega að reyna að komast eins hratt úr sporunum og það getur fyrir þynnku. Er komið að 10-11 við Laugalæk þegar það stoppar og lítur ringlað í kringum sig. Finnur götuna Rauðalæk og beygir upp hana. Gengur að húsi nr. 61, hringir dyrabjöllunni.]
3. Atriði. Int.
[Slatti af fólki situr á fundi í kringum sófaborð í stofu og er að leiklesa handrit og drekka kaffi, með mismiklum tilþrifum. Við sjáum lesendur, endum á afmælisbarninu sem er enn frekar slompað.]
Fundarmaður: Heyrðu, við erum að verða of sein!
Afmælisbarn: [Lítur á klukkuna] Sjitt!
4. Atriði. Ext.
[Fyrir utan Smáralind mikil umferð og margt fólk. Bíll kemur aðvífandi á ógnarhraða og skrensar inn í stæði. Út úr bílnum stökkva Fundarmaður og Afmælisbarnið og hlaupa inn í Smáralind]
5. Atriði. Int.
[Lager inni í Smáralind. 6 manns eru að klæða sig í púkabúninga, þar á meðal afmælisbarnið, ennþá einkar þynnkulegt, með aðstoð tveggja annarra. Svaka stress og læti. Allir að reyna að gera margt í einu, tala um einhvern hljóðmann sem á að vera einhversstaðar og páskaegg sem eru ekki komin. Lox eru þó allir komnir í gallana og standa við lokaðar dyr. Hið alræmda púkalag Nóa Siríus byrjar að hljóma, og við sjáum á eftir púkunum inn í almenning Smáralindar, þar sem þeim er fagnað gífurleg af nammisvöngum börnum.]
6. Atriði. Int.
[Lager í Smáralind. Púkar og aðstoðarmenn slaga inn, og púkar taka af sér gríðarstóra púkahausana. Í ljós koma mjög sveitt og þrútin andlit leikaranna. Afmælisabarnið lætur fallast niður á stól.]
Afmælisbarnið: Sjitt maður.
7. Atriði. Int.
[Eitthvað af púkafólki situr á Burger-King. Afmælisbarnið gúffar í sig borgara á milli þess sem það talar í síma. Þynnkan virðist vera að rjátlast af]
8. Atriði. Int.
[Við innganginn þar sem púkarnir fóru áður fram í almenning. Púkar eru aftur komnir í púkabúninga og eru að bíða. Það er greinilega mjög óþægilegt. Aðstoðarmenn eru á þönum, það er greinlega eitthvað vandamál...]
Aðstoðarmaður: Hljóðmaðurinn er týndur!
Afmælisbarnið: [Innan úr appelsínugulum púkahaus] Sjitt!
[Púkar bíða enn um stund, fljótlega hljómar þó púkalagið ógurlega og þeir púkast inn. Þó greinilega nokkuð af þeim dregið frá því áður.]
9. Atriði. Int.
[Skrifstofa Bandalags íslenskra leikfélaga. Afmælisbarnið kemur inn. Tekur 2 dósir af Under Make-up Base úr hillu. Huxar sig um. Man ekki hvort það átti að ná í eitthvað fleira. Sest við tölvuna, finnur skjal með aðgöngumiðum sem í stendur "Hugleikur sýnir Sirkus" í aðgöngumiðaformi. Setur prentun í gang á því. Opnar síðan nýtt skjal, kveikir sér í sígarettu og fer að skrifa texta sem við þekkjum sem þennan. Heldur því áfram á meðan miðar prentast. Lítur á klukkuna.]
Afmælisbarnið: Sjitt!
10. Atriði. Ext.
[Afmælisbarnið æðir niður Laugaveginn í rigningunni, með miðana og Öndermeiköppbeisið í poka. Í lokin sjáum við það fara inn í Tjarnarbíó.]
11. Atriði. Int.
[Miðasala í Tjarnarbíó. Fólk að vinna í miðasölu og sjoppu. Einhver slæðingur af leikhúsgestum. Afmælisbarnið meinast um, en er þó mest að þvælast fyrir. Gestum er hleypt í salinn. Afmælisbarnið fer út, inn í port við hliðina og inn um bakdyr]
12. Atriði. Int.
[Búningherbergi í Tjarnarbíó. Margt fólk á ferð og flugi, en þó hljóðlega. Sumir eru í svart-hvítu sminki og átfitti, aðrir eru að klæða sig í svakalega litríka búninga. Við þekkjum aftur marga sem voru líka á fundinum og að púkast. Afmælisbarnið er komið í einkar litríkan búning, sem er að hluta úr hænsnaneti. Situr við spegilinn og setur á sig svakalega appelsínugulan varalit á meðan svart-hvít kona fléttar á því hárið.]
13. Atriði. Int.
[Andyri í Tjarnarbíó. Allt litklædda fólkið er samankomið, sumir með risastóra fána, aðrir með hljóðfæri og allir eru að reyna, með erfiðismunum að hafa hljótt og stilla sig um að segja brandara. Tveir svarthvítir menn standa við dyrnar inn í salinn og hlusta. Allt í einu gefa þeir merki og hlaupa svo inn í sal. Litklædda fólkið byrjar að syngja og spila hástöfum og hleypur á eftir, eins hratt og búningar og fyrirferðamikið propps leyfir.]
14. Atriði. Int.
[Andyri Tjarnarbíós, nokkru seinna. Tveir menn draga afmælisbarnið afturábak innan úr áhorfendasalnum, fleiri leikarar fylgja á eftir. Þau taka öll strax til fótanna, hlaupa úr um framdyrnar og inn í port við hliðina. (Og við sjáum nokkra ringlaða vegfarendur horfa undrandi á.) Fara inn, afmælisbarnið rífur sig úr hænsnanetsjakkanum, fer upp á svið, baksviðs, tekur gamaldags skrifstofustól og kemur sér fyrir í einum sviðsvængnum. Lag er að klárast á sviðinu. Ljós fara út, Afmælisbarn fer inn á svið með stólinn og sest í hann.]
15. Atriði. Int.
[Anddyri Tjarnarbíós, enn seinna. Afmælisbarnið kemur æðandi innan úr sal við þriðja mann. Frammi bíða fleiri, komnir í öðruvísi búninga. Þau skipta öll um búninga og gerfi á innan við mínútu. Það heyrist í dómaraflautu innan af sviði áður en afmælisbarnið er alveg tilbúið.]
Afmælisbarnið: Sjitt!
[Þau marsera öll inn í sal aftur í tvöfaldri röð.]
16. Atriði. Int.
[Anddyri Tjarnarbíós. Allir eru komnir í sín eðlilegu föt og eru að fá sér bjór og gera grín. Afmælisbarninu stekkur bros í fyrsta skipti í myndinni.]
17. Atriði. Int.
[Ljóti andarunginn. Afmælisbarnið situr og drekkur bjór, umkringt samleikurum, vinum og ættingjum. Myndin endar á yfirliti yfir staðin þar sem allir virðast ógurlega glaðir og kátir og Væmin lokatónlist yfirgnæfir smám saman kliðinn.]
Ðe End
3.4.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli