31.3.04

Í tilefni ákveðinna tímamóta vil ég boða eftirfarandi:

Á laugardaxkvöld er sýning á Sirkus. Að henni lokinni hefi ég huxað mér að streyma á Ljóta Andarungann og sitja þar sem fastast um hríð. Hversu langa veit enginn, fer eftir bolmagni. Hafi menn sumsé áhuga á að berja mig augum, helgina sem við Nína og El Toro verðum samtals níræð, þá er þetta tækifærið.

Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast mín er vinsamlega bent á að sýningar standa yfir hjá blanka leikfélaginu Hugleik, sem var að kaupa sér hús, á verkinu Sirkus, í Tjarnarbíó. Miðaverð kr. 1.800, 1.500 með hópafslætti.

Er samt ennþá 29 ára. Samt farin að hlakka mikið til að skríða yfir mörkin. Hef trú á að tekið sé meira mark á fólki á fertugsaldri. Fagna því hverri hrukku.

Engin ummæli: