1.4.04

Var að lesa stórskemmtilegt blogg sem ég komst í í gegnum blogg Þórunnar Grétu. Það er vefbók þeirra Agnesar og Einars Vogler sem eru úti í Ástalíu að mennta sig þessi árin. Stórskemmtilegt blogg sem vakti næstum aftur í mér ævintýraskrímslið. Það hvarflaði m.a. að mér að endurnýja vegabréfið... í örskamma stund.

Annars, ógurlega margbókuð helgi framundar. Búin að þurfa að forgangsraða verkefnum grimmt, flestir klukkutímar í tví- eða þríbókun. Svona er forgangsröð utan vinnutíma:

1) Leiksýningar sem þarf að leika í. (Að sjálfsögðu. Verður ekki hjá komist. Nokkuð sem vinnuveitendur mínir á Lækjarbrekku áttu bágt með að skilja, í eina tíð.)

2) Leikæfingar. Eina afsökunin í heiminum fyrir að komast ekki á æfingar er að vera að sýna einhvers staðar annars staðar.

3) Höfundafundir. Mjög ofarlega á forgangslista að stuðla að leikritun í samfélaginu. Ætti að vita það, sit í vinnunni, umkringd handritum sem eru í 95% tilvika krapp eða krapp-ish.

4) Leikfélagabras til fjáröflunar. Semsagt annað sem leikfélögin græða peninga á.

5) Leikfélagabras annað. Svosem tiltektir og þrifa og málningarvinna, partýundirbúningar og annað sem til fellur.

Einhvers staðar fyrir aftan allt þetta kemur síðan perónulega einkalífið. Fjáröflun míns eigins efnahax og þrif á eigin híbýlum og ritgerðarsmíð. Pfff. Einkalíf, smeinkalíf. hver þarf svosem svoleiðis. Verð samt að fara að hringja í mömmu mína, einhvern daginn.

En svona er það. Öll veröldin er leiksvið, og hananú.

Engin ummæli: