30.5.04

Heili í fríi. Svefn nánast óslitinn.
Er samt eiginlega í viðbragðsstöðu, á von á símatali frá Guðna á hverri stundu, þá tekur við um 3-4 tíma vinna, það eina sem er eftir af gerðinni. Verður huxanlega ekki fyrr en á morgun, úr þessu.

Þá er Írlandsferð farin að nálgast óðfluga. Nýja vegabréfið er komið, en mikið djöfull hefur maður nú látið á sjá á þessum 11 árum síðan síðasta vegabréfsmynd var tekin. Þetta fer að verða alvarlega spurning um strekkingar og lyftingar... eða kannski bara að láta ekki taka af sér skilríkjamyndir ómáluðum, rétt kominn inn úr rigningu. Maður þarf jú að veifa þessu framan í hina ýmsustu sótrafta alheims næstu 10 árin.

Er annars frekar andlaus og dauð í heilanum, svona akkúrat þessa dagana. Treysti á að það kippist sjálfkrafa í lag áður en námskeið í leikritun hefst... eftir viku. VIKU! ARRRRGH!
Hér með hófst panikkattakk.
Bara hægt að takast á við það á einn hátt. Fara aftur að sofa.

Engin ummæli: