30.4.05

Dugl

Þetta er nú að verða einn duglegasti laugardagur í manna minnum. Búið að fara langleið með að skipuleggja einþáttungadót hjá Hugleiki áður en leikárið er úti, vinna heilan haug í öðru, tala við milljón manns í síma út af hinu og þessu og svo er ég að bíta höfuðið af skömminni með því að blogga um helgi.
Kannski er það sólskinið sem er að hafa þau áhrif að ég vil endilegast vera inni að funda og síma og skúra og gera hluti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pahh! Sólskin. Hér er SKAFRENNINGUR!!!!!!