25.4.05

Komin Attur

Tók flugvél í vinnuna.

Af hverju hefur mér aldrei dottið í hug að Immigrant Song með Led Zeppelin væri um Ísland? Ég meina, kommon!

We come from the land of the ice and snow from the midnight sun where the hot springs blow

Hammer of the gods
will drive our ships to new land
to fight the horde
and sing and cry
Valhalla I am coming


Þetta var alveg uppáhaldslagið mitt í menntaskóla, kunni þennan texta afturábak og áfram, og kveikti ekki á þessu. Og þetta gæti næstum verið úr ferðabæklingi. Maður á nú bara ekki orð yfir eigins fattleysi.

Átti annars ljómandi næstumviku í norðrinu. Við Árni fórum í leikhús, á Pakkið á móti, ágætis sýning það og fyndnari en ég bjóst við. Svo gáðum við hvað Eyjafjörður nær langt inneftir (eða frameftir, eins og heimamenn vilja segja) og hann nær næstum til Reykjavíkur. Svo endurnýjaði ég kynni mín af sauðfé og hitti nokkur verðandi lambakjöt. Þau voru ósköp falleg.

Og meira af nýburum, Svandís hefur birt myndir af hinni nýfæddu Heiðu Rachel Wilkins. Hún lítur út fyrir að verða mikil fegurðardís eins og hún á kyn til.

Engin ummæli: