26.4.05

Evreka!

Ég er búin að vera haldin þeirri undarlegu tilfinningu, í einhverja daga eða vikur, að ég sé að gleyma einhverju. Búin að margfara yfir allt sem ég er með í hvert skipti sem ég fer út úr húsi, og finnst ég vera að gleyma að gera eitthvað þvílíkt mikilvægt. Líður sérlega undarlega þegar ég eyði tíma í sjónvarpsgláp eða annað hangs.
Og svo áðan fattaði ég hvað málið er.

Ég er ekki í skóla!

Er ekki að plana að skila lokaritgerð í neinu í maí. Er ekki að fara í próf í neinu heldur. Þetta hefur ekki gerst síðan vorið 1998, og það var í eina skiptið síðan ég hóf skólagöngu (árið 1980).

Þannig að það er ekki skrítið að manni líði undarlega.
Er að horfa uppá árstíma sem ég hef næstum aldrei séð!
Dýrðindýrðin!

Er þá svona að vera fullorðinn?

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Híhí, áður en þú veist af verðurðu farin að planta sumarblómum og bera á pallinn ;-)