29.4.05

Sjittfokkdembitsjhell!

Stundum er eins og fjölskylduna mína elti einhver fáránlega súrrealísk óheppni. Manni dettur það í hug á stundum eins og þegar:

- ...stærsti flugeldur áramótanna fer ekki nema hálfa leið upp, snýr þá við og miðar á fjölskylduna.
- ...tjaldið dettur af toppnum í ferðalaginu, en hverfur þó ekki alveg sjónum heldur hangir aftan í bílnum og spýtir súlum framan í næsta bíl. (Sem vill svo óheppilega til að er að elta til að láta vita af ástandinu.)
- ...pabbinn fær flugu í eyrað í sumarfríinu sem næst ekki út fyrr en um jól.

Og nefna má svo ótalmörg smáatriði út um allt land. Gjarnan koma bílavandræði við sögu. Rétt í þessu var einmitt að bætast í safnið:

- ...þegar Siggalára átti að passa græna bílinn hans afa síns en gleymdi alltaf að smyrja lamirnar á hurðunum þannig að þegar pabbi og manna ætluðu að fá bílinn lánaðan þá var ekki hægt að loka hurðinni farþegamegin nema með því að beygla hana þannig að hún passaði ekki lengur í þannig að það þurfti að fara með bílinn heim til hans Einars Knútz (sem Siggalára hefur ekki hitt síðan hún hætti með honum 2001) og láta hann laga hana þar sem hann er eini maðurinn í heiminum sem fjölskyldan þekkir sem myndi huxanlega kunna og nenna að gera svoleiðis á föstudaxkvöldi.

Kræst. Ég er búin að skammast mín, fá nokkur gelgjuköst (sem betur fór var Bára syss líka þannig að ég þurfti ekki að fá þau ein) skammast mín fyrir tilvist mína og fá nokkur gelgjuköst í viðbót. Og það versta í öllu saman er að ég get algjörlega sjálfri mér um kennt fjandans trassaskapinn. Ætla aldrei að eiga bíl eða nokkurn vélbúnað flóknari en saumavél. Og þarf kannski að fara til Hafnarfjarðar á mánudaginn að sækja helv... bílinn.

Nú skil ég til fullnustu merkingu orðsins MORTIFIED!

6 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Heyrðu nú mig, ég er nú bara mortified að þú skulir vera í gelgjukasti og ég skuli vera excluded. Ég hélt að við værum síamstvíburar samvaxnir á hárinu og ég fengi að vera innvíkluð í svona lagað! Jæja, í öllu falli, við þurfum að drekka saman rauðvín í náinni framtíð ljúfan mín. Sakna þín eins og vitfirringur. Og hvernig fór þetta, ætlarðu að hundskast til að mæta í brúðkaupið, eða ætlarðu að vera óféti og vera á Akureyri?

Gummi Erlings sagði...

Þú getur þó huggað þig við það að gelgjuköstin forða þér frá fullorðnuninni.

fangor sagði...

gelgja smelgja. það er nú bara hollt

Nafnlaus sagði...

Ekkert flóknar en saumavél?????
Huhumm. Ég get svarið fyrir það Siggalára að bílar eru EKKI hálft eins flókin tæki og saumavélar! Og þetta segir kona með mikla reynslu af slíkum vítisvélum OG hússtjórnarskólagráðu í ofanálag!
....kannski að ég hefði átt að fara í bifvélavirkjanám og salta húsmæðranámið???

Nafnlaus sagði...

Óvænt og skemmtilegt vandamál.

Hvenær í ósköpunum hefði nokkrum einasta heilvita manni dottið í hug, að það að SMYRJA LAMIR Á HURÐUM Í BÍL væri eitthvað sem maður gæti "trassað"?

Eftir 18 ár af bílprófi og nokkurra bíla eign hef ég ALDREI smurt lamir á bílhurð. Eiginlega merkilegt að hafa aldrei lent í að eyðileggja þær, því ég er vanur allskyns bilunum. Eins og t.d. þegar fór díóðubrúin í altanitornum. Og þegar ég ók með stóran stein í farþegasætinu í nokkrar vikur af því það þurfti að banka honum í vélina á sérstökum stað til að bíllinn færi í gang.

Og saumavél skal ég aldrei snerta aftur! Þær eru samsettar af djöflinum og fjarstýrt einshversstaðar úr hans eigin garnaflæktu þarmaflóru.

Sigga Lára sagði...

Mikið hefði verið gaman að vera fluga á vegg síðast þegar Sævar snerti á saumavél.