Hef soldið verið að velta því fyrir mér hvenær ég verði fullorðin. Mér finnst ég ekki vera deginum eldri eða vísari en þegar ég var 18. Nú er ég náttlega óneitanlega orðin um helmingi eldri en það og get ekki að því gert að velta fyrir mér hvort þetta sé vandamál. Tók saman að ganni nokkur atriði sem mér finnst benda til þess að maður sé fullorðinn.
1. Þegar maður nennir að ryksuga og þurrka af á laugardögum. Alltaf.
2. Þegar maður er farinn að takmarka sjónvarpsáhorf við fréttir og heimildamyndir.
3. Þegar maður er farinn að þvo bílinn reglulega, og finnast það gaman.
4. Þegar manni er farið að finnast ekkert mál að gera skattaskýrsluna sína.
5. Þegar mann er stundum farið að LANGA til að fá sér ný gluggatjöld.
6. Þegar maður er farinn að skilja hvað það þýðir þegar seðlabankinn hækkar stýrivexti.
7. Þegar maður hlustar alltaf bara á rás 1 í útvarpinu.
8. Þegar maður verður hræddur ef manni verður á að labba niður í bæ á laugardaxkvöldi vegna skrílsláta í ungdómnum nú til dax.
9. Þegar manni er farið að þykja reglulega gaman í vinnunni.
10. Þegar maður er farinn að eiga kunningja sem eru ömmur og afar.
Skv. liðum 8 - 10 er ég fullorðin. Samkvæmt hinum 7 verð ég það aldrei. Sé hins vegar að þetta eru allt meira og minna útlistanir á því hvað mér finnast foreldrar mínir gera. Kannski er þetta misskilningur hjá mér. Kannski breytist maður ekki endilega í foreldra sína þó maður verði fullorðinn. Hmmmm...?
28.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég er nú ekki mjög fullorðin samkvæmt þessu. Vil samt bæta aðeins við, mér finnst ég nefnilega stundum ógnvænlega fullorðin.
- Þegar mann langar til að planta sumarblómum
- Þegar maður sér hóp af krökkum að dimmitera og brosir góðlátlega út í annað
- Þegar maður mætir á safnaðarfund
Hahaha, eða þegar maður sér dimmisjón og verður hneykslaður (kom fyrir mig um daginn).
Mér finnst Árni líka gífurlega fullorðinn að spila golf og hlusta á óperur. Tvennt sem ég býst heldur ekki við að gera í neins konar framtíð.
Samkvæmt þessu er ég 30% fullorðin. Ég tók eftir því að ég var orðin fullorðin þegar ég sá einhverja þreytta kerlinu í Hagkaupum og áttaði mig á því að ég stóð fyrir framan spegil. Hef ekki farið ómáluð út með ruslið síðan.
Ég er orðin fullorðin þegar heimilislæknirinn er 10 árum yngri en ég og mér finnst það fínt!
Hugrún
Þegar maður er farinn að ræða pólitík við son sinn, er maður orðinn fullorðinn. Jafnvel þó krakkinn sé bara ELLEFU ÁRA!!!
Tala nú ekki um þegar hann hefur skoðanir!! Og þær eru ekki bergmál minna skoðanna!!!!
BÖMMER!!!!
Skrifa ummæli