Ég hef ógurlega gaman af að velta fyrir mér straumum og stefnum í ruslpóstum. Nú hefur um nokkra hríð rignt póstum sem bjóða manni ammrísk húsnæðislán. Læknadópsbyltingin virðist komin til að vera.
Sú áhugaverða þróun hefur hins vegar orðið á neðan-þindar-markaðnum að nú eru menn mest farnir að bjóða, í stað typpastækkana áður, leiðarvísi um hvernig á að... þiðvitið. Það er eins og rannsóknir hafi leitt í ljós að það var ekkert að græjunum, heldur kunnu menn bara ekkert á þær. Sniðugt.
Hins vegar hefur enginn Afríkani beðið mig um að þrífa fyrir sig peninga alveg lengi. Ætli þeir hafi tekið það alvarlega þegar ég svaraði þeim einu sinni í gríni og þóttist að netfangið mitt væri hjá Interpol á Íslandi?
Ég held að megi gera miklar menningarrannsóknir með því að skoða spömin.
Tók eitt skemmtilegt próf, komst að því að minn innri Evrópubúi er Hollendingur.
Ojæja, svo framarlega sem það er ekki Frakki.
25.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hollendingar: Víðsýnir, umburðarlyndir og góðir í ensku, myndlist og fótbolta.
Slappir í leiklist og matargerð.
Gæti vissulega verið verra.
Frjálslegir í eiturlfjalöggjöfum....
... og vændi
Skrifa ummæli