Og vér gengum til keppni. Sigurviss sem aldrei fyrr með froðupopp í pokahorninu sem, eins og endra nær, hefði aldrei þótt boðleg landi og þjóð undir öðrum kringumstæðum. Sigurvissan og hrokinn engu minni en fyrir nítján árum þegar Gleðibankinn kom, sá og... tja, lenti í sextánda sæti.
Og nú veit maður náttlega hvað menn segja. Allir reyna útskýra ruglið með því að reyna að halda því fram að pólitíkin og sorrístigin sem fyrrum stríðandi nágrannaþjóðir gauki hver að annarri skipti einhverjum sköpum. Og svo reyna menn að forðast merginn málsins eins og þeir frekast geta. Nefnilega þá staðreynd að hefði maður ekki heyrt það nokkrum sinnum áður hefði enginn hér heldur þekkt okkar lag frá öllum hinum.
Mér finnst Moldavíska lagið skemmtilegt. Það er bara svona... lag. Enda hafa þeir náttlega aldrei tekið þátt í júróvision áður og vita ekki að það er skylda að hafa lagið í botninn froðu með örlitlum vísunum í lagið sem vann í fyrra. (Enda eru trumbur og kjólar gasalega áberandi í ár. Þarna klikkuðum við líka. Ekkert nema trommuheilar og Selma eins og danskur julenisse til fara innan um öll kjólin.)
Svo er ég að huxa um að koma mér upp kerfi fyrir laugardaginn. Til dæmis finnst mér lög eiga að fá stig fyrir hluti eins og hvíta búninga, ef það sést í brjóstaskoru eða bringu, og nokkuð mörg fyrir júvóvisionhækkun um hálftón í síðasta viðlagi. Sem og ef einhver jóðlar eða fer í flikkflakk á sviðinu, eða heddbangar.
20.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég sé þarna efni í prýðis drykkjuleik. Taka einn sopa í hvert skipti sem brjóst hóta að hoppa upp úr...
Sérstakt stig þurfa líka svíra- og -handleggjasverir, sköllóttir bumbuslagarar með rauðmálaðan líkamann og sveitta bringu!!
OMG hvað það ER sexý!!
(eins og Halli)
Skrifa ummæli