15.6.05

Eftirtöld?

Var að hlusta á tilnefningar til Gredduverðlaunanna með öðru eyranu. Það heyrði ég að í flokki útvarpsverðlauna væru "eftirtöld" verk tilnefnd. Auk þess sem Ármann Sævar og Toggi eru greinilega svo þríeinir að þeir eru einn "aðili".

Var einmitt að prófarkalesa þýðingu og vera anal þegar þetta skall á hljóðhimum mínum alsaklausum. Ég veit nú bara sveimér ekki hvort mér verður svefnsamt eftir að hafa heyrt þennan hroða í almenningarlegasta samhengi í sjónvarpi allra landsmanna!

Svo maður vitni í leikskáldin, jafussumsvei!

Engin ummæli: