16.6.05

Nú fer skólinn

alveg bráðum að verða búinn. Því má þó segja frá að í gærkvöldi var kvöldvaka. Fékk annars ekki miklar upplýsingar uppúr Rannsóknarskipinu þar sem það var alls ekki að standa sig í skýrslum í gær, heldur var kominn í golf með Herra Gröðum um miðnætti.

Mikið held ég nú annars að við skólum ólíkt, við Árni minn. Hann á til að fara í gönguferðir um fjöll og eitthvert í golf við annan eða þriðja mann, á skólakvöldum. Ef ég er á skólanum, og augun mín eru opin, þá má gera fastlega ráð fyrir að mig sé að finna þar sem flestir eru saman komnir og mestur hávaðinn. Huxa að lítið yrði um samvistir vorar þó ég væri líka í Svarfaðardalnum. Við myndum líklega lítið hittast. Hann væri einhvers staðar ráfandi um óbyggðirnar með fáum, en ég syngjandi hástöfum í tjaldinu eða brekkunni, með öllum, eins og stöðu minni sæmir.

Svo er að bresta á mikið annríki. 17. júní á morgun og ég veit ekki enn skipulagið eða hvað tjald Hugleix er. Þannig að ekki get ég ennþá auglýst það. Svo er það norður á laugardag og ég kem síðan líklegast ekkert aftur fyrr en... einhvern tíma þegar Berglind verður löngu búin að gifta sig.

Ætla nú samt að reyna að verða ekki algjör blogghaugur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

end' ekki brekkumella fyrir ekki neitt!!!

Sigga Lára sagði...

„...eins og stöðu minni sæmir.“ Lesist eins og menn hafa hugmyndaflug til.