14.6.05

Ég sé

að ég er eiginlega farin að halda óbeina dagbók leiklistarskóla Bandalax íslenskra leikfélaga, án þess að vera þar, og er að huxa um að halda því bara áfram, þar sem fátt fréttnæmt af sjálfri mér þessa dagana. (Búin að raða öllu.)

En Ólyginn sagði mér að í gærkvöldi hefðu verið haldnir Bandaleikar. Hópurinn sem vann var Lúðrasveit. Hún var víst einkar fyndin, en Ólyginn sjálfur var í hóp sem var vísindamenn. Mér skilst að einn hópurinn hafi samanstaðið af "herramönnum" hvar Sigurður nokkur Pálsson ku hafa farið á miklum kostum sem Herra Graður. Nú eru þeir sem ekki þekkja til fyrirbærisins Bandaleika líklega alveg lost. En það verður bara að hafa það, ég nenni ekki að útskýra þetta nánar.

Annars var víst voða gaman í skólanum í gær, Rannsóknarskipið skemmti sér mikinn við að leikstýra einhverjum lesbíulátum. Ég veit ekki alveg hvað þessi lífsreynsla er að gera þessum fyrrum dagfarsprúða dreng... líklega bara nákvæmilega það sem við var að búast.

Góða veðrið er annars í höfuðborginni og ætlar víst lítið að láta sjá sig fyrir norðan á skólatíma þetta árið. Það getur þó allavega hlakkað illkvittnislega í manni yfir því.

Engin ummæli: