15.6.05

Mont

Það er alltaf sama rjómablíðan og kominn miðvikudagur. Í dag eiga hjónakornin og nýbökuðu foreldrarnir í Frakklandi þau Svandís og Jonathan Wilkins bæði afmæli. Og örugglega gasalega gott veður hjá þeim úti í Mont. Ég hef oft velt fyrir mér fyndni örlaganna í því að ég skyldi láta mér detta í hug, í einhverju bríaríi að taka eitt ár af náminu mínu í Montpellier, Svandís skyldi taka skyndiákvörðun um að heimsækja mig þar... og til að gera langt mál stutt þá er hún þar bara ennþá, löngu eftir að ég er sjálf komin aftur heim. Já, Alheimurinn fer stundum ýmsar krókaleiðir.

Úr Svarfaðardal er það að frétta að byrjað er að æfa þjóðhátíðarkórinn. Rannsóknarskipið fékk að leika tvær keeellingar í gær og þykist hafa meiri skilning á sálarlífi kvenna eftir að hafa sett sig inn í sjúkan hugarheim Fassbinders og þeirra Stútungahöfunda. Ég leyfi mér að efast. Í símtalinu í gærkvöldi heyrði ég líka smá jaðrakangarg og þótti mér heimilislegt. Og menn voru í gufu.

Er farin að hlakka mikið til að hitta menn (samt aðallega mann) á lokadegi á laugardag.

Engin ummæli: