...lit sínum glatað? Og það sem meira er, hvenær hættu verslunarmannahelgar að koma mér við? Ef ekki hefði verið fyrir hugljómun áðan hefði ég trúlegast mætt í vinnuna á mánudaginn. Fór í framhaldi af því að spekúlera í því hverju sætti. Mundi til dæmis ekki eftir því að komið hefði verslunarmannahelgi í fyrra. Gáði í bloggið, og þar lá að, var á leiklistarhátíð í Eistlandi. Og hefði núna jafnvel geta verið í Mónakó. Held að fleiri verslunarmannahelgar hafi einmit skolast til vegna útlanda.
En horfurnar fyrir þessa eru þó þær frumlegustu sem ég hef nokkurn tíma haft: Ætla að vera heima hjá mér, berfætt og ólétt, skrifa leikrit og pakka niður eigum mínum.
Og það sem er mest fríkish? Mér finnst þetta alveg ljómandi plan og finnst ég ekki vera að missa af nokkrum sköpuðum hlut, hérlendis eða erlendis.
29.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli