3.8.05

Fór í stutta könnunarferð

um fumskóga félagsmálaráðuneytisins. Í augnablikinu vantaði mig nú bara löggildan húsaleigusamning, en skrapp í staðinn aðeins um fenjar húsaleigubóta og fæðingarorlofs. Þar þarf maður nefnilega að verða sér úti um fjölmenntun sé ætlunin að blóðmjólka kerfið með barneignum. Það er hins vegar greinilega ekki fyrir hvern sem er. Til að finna út úr því hvernig á að sækja um blóðmjólkun þessa, þarf maður að helst að hafa gráðu í viðskipta og hagfræði. Og nennu. Og gífurlegan tíma og orku í að finna sér pappíra út um allan bæ. Úff hvað þetta verður eitthvað gaman.

Grindverkur beit fast í rassinn á mér í gær, þar sem ég var óþæg. Það var svo vont að ég fór að grenja og huxaði næstum um að fresta fram yfir helgi flutningunum sem ég var annars búin að tímasetja á fimmtudaxkvöld. Eins gott að ég er að fara í sjúkraþjálfun í dag. (Mjög spennt. Hef aldrei farið í svoleiðis og hef ekki hugmynd um hvað er gert þar.)

Í öðrum fréttum, það er hreinlega verið að rífa gluggana ÚR skrifstofunni minni. Að aftan. Það finnst mér sniðugt og hlakka til að hafa einstaklega ferskt loft í dag. Er að spá í að spurja manninn hvort ekki sé hægt að gera eitthvað trix þannig að það sé lítið mál að taka þá bara úr á sumrin.

Og nú hefur einhver sluxi og slúbbert átt að blogga frá Mónakó í um daginn í gær. Komið fram yfir hádegi þar og engin færsla lætur á sér kræla. Jafussumsvei.

4 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Já, það fylgir því óneitanlega ótrúlega mikið og heimskulegt papprírflóð að vera óléttur!
Oft þarf maður að arka á milli margra staða til að eiga von um smá aura...svo er best að væntanlegur fæðingar dagur og svo sá raunverulegi séu sem næst hvorum öðrum svo maður sé ekki launalaus lengi!!! Gaaangi þér vel með þetta dúlls :)
Kv.EF

Berglind Rós sagði...

Ég slapp blessunarlega við grindverk en hef heyrt afskaplega vel látið af konu sem heitir Jóhanna og er í sjúkraþjálfunarstöðinni Gáska. Skilst að hún sé líka með óléttusund sem virki ákaflega vel á þessa óáran. Svo mæli ég alveg eindregið með óléttujóga, það er ósköp notalegt :)

Litla Skvís sagði...

gangi þér vel í sjúkraþjálfuninni, hún hefur alveg náð að halda mér þokkalegri ásamt meðgöngusundinu, þú skalt endilega athuga það sem fyrst því að eins og í allt svona, er biðlisti.

Sigga Lára sagði...

Já, auðvitað. Eins og eftir enska boltanum, sem við hjónin vorum að komast að, okkur til mikillar skelfingar. Best að athuga málið á stundinni. Það er mjög gott að vera í vatni, þar sem það er eina leiðin til að vera ekki að halda á einhverju með mjaðmagrindinni. Aldrei hef ég áður pælt í hvað þetta er mikið þarfaþing...