Eins og alþjóð veit er hann Sævar Sigurgeirsson óttalegt óbermi. Nú stríddi hann frú Ringsted svo mikið um daginn, að hún er að huxa um að hætta að skrifa kúkusögur á bloggið sitt. Mér er einkar sárt um að missa téðar sögur úr lífi mínu, þær hafa verið mér mikil andleg upplyfting og valdið mér ófáum hlátursköstum.
Til að hughreysta eftirlætis-kúkusagnahöfundinn minn ætla ég að birta soldið sem hún bað mig um fyrir nokkru, ég var búin að fikta eitthvað með, en síðan eiginlega búin að ákveða að henda af því að mér fannst það ekki nógu fyndið.
En nú verður farið niður óskalista sem frúin gerði handa mér um umfjöllunarefni. Reyndar eiginlega í yfirlitsformi. Gjörsovel, Ylfa mín:
Öryggishlið í stigaopum: Þarf örugglega að fá mér svoleiðis. Allavega ef ég verð ennþá í hinu stigamikla Imbu-Skjálf. Eins og mýmarga aðra hluti sem ég nenni engan veginn að huxa neitt um. Hólí krapp.
Keisaraskurðir: Alltaf þegar ég heyri minnst á fyrirbærið verður mér þó huxað til lýsinga Rannveigar vinkonu minnar á sínum fyrri sem drap þá litlu rómantík sem fyrirfannst í mínum huga varðandi barneignir. Ekki var það fallegt, en mjög fyndið. Innihélt m.a. grafískar lýsingar á hljóðunum sem heyrast "...þegar maður er ristur upp eins og hvert annað kjötflykki."
Mænudeyfingar: Ég hef aldrei upplifað fæðingu, nema náttlega mína eigin. En ég hef fengið nál í mænuna. Ef ég ætlaði að ákveða að fá svoleiðis fyrirfram þá myndi ég trúlega kvíða því meira heldur en að reyna að ýta kjötflykki á stærð við hangikjötsrúllu út um leggöngin á mér. Sem mér finnst þó talsvert áhyggjuefni.
Þurrmjólk – Sárar geirur: Verði hið síðarnefnda til vandræða verður mjólkurbúi lokað og skipt yfir í það fyrrnefnda á samstundis. Hvað sem allar kjeeellingabækur segja.
Athyglisbrestur – Ritalín: Vona að alheimurinn gefi að ég fái ástæðu til að fjalla um hvorugt, nema kannski sem álitsgerð í þjóðfélaxlegu samhengi, í mesta lagi. Eða náttúrulega til að útlista hveru mikið framar öðrum börnum mín standa.
Uppeldissálarfræði: Kem ég til með að fjalla um, setja útá, betrumbæta og vangavelta um hér í akkorði, eftir því sem ég fæ ástæðu til. Er strax farin að glugga í bækurnar úr þróunarsálfræði frá mínum stutta ferli í kennaranámi og farin að huxa mér gott til glóðarinnar í tilraunastarfsemi. Þó ekki kannski í þeim mæli sem gert er í Koddamanninum.
Gyllinæð: Þó ég fái svoleiðis þannig að ég geti hvorki setið né skitið árum saman verður trúlegast lítið minnst á það á þessum vettvangi. Einhverra hluta vegna. Hef ekki orðfærni frúarinnar Ringsted í kúktengdu og held það yrði bara vandræðalegt ef ég reyndi.
Líberó: Veit ég ekki hvað er.
Þetta var nú... áhugavert.
23.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Dísöss, það er bara eitt af hræðilegustu augnablikunum í fæðingu dóttur minnar þegar mannhel***ið var að stinga þessari fjandans nál í bakið á mér. Enda öskraði ég á hann hvort hann hefði aldrei gert þetta áður! En það var líka ein af ljúfustu stundum lífs míns þegar deyfingin fór að virka. Það var sko þá sem ég upplifði sæluvímu, miklu frekar en þegar barnið loksins fæddist :-Þ
Mænudeyfing finnst mér unaðsleg. Og þá sérstaklega þegar ægisver nálin er þrædd inn á milli hryggjarliðanna. Það er svo mikil fróun að finna nýjan sársauka í stað þessa sem hefur hrjáð mann síðastliðna 28 tíma!
Líberó eða Pampers??
Ég er sjálf í pampers-klíkunni en svo að þú vitir það strax Sigglára mín, þá þarftu að koma þér upp greinagóðri afstöðu milli þessara tveggja bleyjutegunda!!
Pampers - ekki spurning. Alltaf að verða hagkvæmari og ég er ekki frá því að það sé ódýrara að vera með tvo rassa á bleyju en einn.
Mitt kúkainnlegg: Það er þetta með ömmur og kúkaform. Sé lint - helduru þú að hún sé með í maganum? Sé hart - hvað er langt síðan hún hefur kúkað? En það versta sem getur gerst með fræðin 'ég veit hvernig barninu líður vegna þess að ég skoða kúkinn' er þegar tvö börn borða það sama... en kúka ólíkum formgerðum. ÞÁ flækjast allar kenningar - -
Hmmm. Ég þarf greinilega að gera fræðilega úttekt á þessum líberó/pampers málum. Gæti sem best trúað að um það stæðu nokkrir gullpunktar á Barnalandi. En þar spjalla ævinlega miklir spekingar.
Annars segir reynsla hinna 50 kvenda í minni nánustu fjölskyldu (mamma á sko soldið stóra) að ég verði heppin ef ég næ á næstu sjúkrastofnun og ólíklegt er að tími gefist til að stinga nálum eitt eða neitt. Margar þeirra hafa ekki einu sinni náð fram úr rúminu og minnstu munar yfirleitt að börnin detti úr þeim í kaupfélaginu eða hvar sem þær eru staddar.
Svo sem eins og í Meaning of Life:
"Will you pick it up, dear?"
Ég sendi hinum unaðslega austurevrópumanni sem stakk mig í mænuna jólakort! Það var líka svo mikið kómik-relíf að láta tala við sig á rússneskri íslensku við þessar aðstæður. Ég mæli með honum ef þú verður í stuði fyrir fynd..hann hét örugglega Alexandr..eða Stanislav..
En Líberó er alveg málið, ekki spurning!
hríld
Hmmm... held það hafi einmitt verið austurevrópumaðurinn sem ég öskraði á...
Eins gott að grey austurevrópumaðurinn á með mænudeyfingarnar hafi þykkan skráp. Sennlega bæði hlegið að honum og öskrað á hann oft á dag...
Ja é ska nú segj´ukkur þa stelpur mínar a fyrir töttuguogþremur árum rétt sléttum þóttu nú gasbleyjurnar nósamlea gódar á barnsrassinn. Bara skola úr þessu skeitinn í því formi sem hann fyrir kom og skrúbba og skola og skola og strauja! Þetta var skítnógt liberty og mar var ekkirt meira pampered í þá daga. O sei sei ...
Ég hef ekki reynslu af keisaraskurði en hljóðið sem heyrist við spangarklippingu er svipað því sem heyrist þegar maður opnar pylsupakka.
Hljóðið í keisaraskurði er ósköp svipað nema hvað það heyrist líka einskonar brak þegar hnífurinn fer í gegn um þykkar himnur....
Skrifa ummæli