20.12.05

Ef,

ég eignast barn fyrir 28. desember, fæ ég að fara í sjúkrabíl! Er að huxa um að reyna og ýta alveg eins og ég get. Ég hef nefnilega aldrei komið í sjúkrabíl.

Er annars náttúrulega í fyrsta skipti á ævinni að jóla ein og sjálf og "með". Skil móður mína að mörgu leyti betur. Finn fyrir undarlegum tilhneigingum eins og að langa sjúklega til að skúra eldhúsgólfið og þessháttar. Slíkt þarf þó víst að bælast þennan jólaundirbúninginn. Í staðinn má ég þýða fyrir Rannsóknarskip, að meðan hann skúrar þar sem ég segi honum, og huxa upp sálþvingandi samtöl til að fá Smábát til að taka til í herberginu sínu. En það finnst honum alveg hreint ekki gaman. Spurning hvort jólasveinninn/skórinn dugar eða hvort huxa þarf upp alvarlegri þvingunaraðgerðir eða hreinlega setja hnefann í borðið. Er búin að læra að til að vera foreldri þarf maður oft að vera blanda af fasista og evil mastermind.

En ég held ég sé búin að skipta um skoðun á einu. Áður þóttu mér jól og rómantík hreint ekki fara saman. Nú er öldin önnur og mér finnst ógurlega skemmtilegt þegar við Rannsóknarskip höldumst í hendur og horfum yfir draslið á heimilinu og tölum um að golfkylfurnar þurfi nú eiginlega að fara að fara niður í geymslu.

2005 var árið sem ég kom út úr skápnum sem rómantík og uppalari.

4 ummæli:

fangor sagði...

hvers vegna í ósköpunum áttu að fara í sjúkrabíl? ertu í einhverri lífshættu? get alveg sagt þér að það er ekkert skemmtilegt að fara í slíku ökutæki upp á sjúkrahús. það gefur óneitanlega til kynna að eitthvað stórkostlegt sé að.

Sigga Lára sagði...

Neineinei. En ef barnið er ekki skorðað, og eitthvað fer af stað, þá á maður að fara í sjúkrabíl. Af neðanmittisástæðum sem ég hef enga lyst á að útskýra á blogginu mínu þarf maður nefnilega að verða strax alveg láréttur. Og, já, barnið væri í ákveðinni lífshættu ef maður ætlaði að þrjóskast áfram uppá rönd.
En, ég meina, það er bara óskaplega margt sem getur komið uppá svona undir það síðasta, og við erum bæði í alvarlegri lífshættu-hættu núna á hverjum degi. En það venst nú bara. Og maður verður að kunna rétt viðbrögð við ýmsu. Og þau eru alveg til, við flestu.

Nafnlaus sagði...

Æi, veistu.. Ég hef einmitt lent í því, og það var með Björgúlf, að búa uppi á annarri hæð í blokk og vera með óskorðað barn og missa legvatnið. Ég var sótt og þurfti að fara með sjúkrabíl til Akureyrar. ÉG þarf varla að taka fram að þá bjó ég á Dalvík, ekki Bolungarvík. En allavega þá kom EINN sjúkraflutningamaður, hann Villi Hagga, og hann missti mig, kasólétta konuna niður stigann. Bonga mínum varð svosum ekkert meint af en naflastrengurinn vafðist kirfilega um hálsinn á honum í hamaganginum!! Ég tek það fram að ég var töluvert léttari þá en nú, þrátt fyrir að ganga með átján marka barn. Samt of mikið að bera fyrir einn vesælann mann....

Sigga Lára sagði...

Kræst! Þá er semsagt bara að vona að maður missi ekki legvatnið á efri hæðinni. Held að mjaðmagrindin myndi trúlega detta af mér ef einhver ætlaði að fara að missa mig niður stiga. Auk þess sem Árni fengi trúlega varanlegt taugaáfall.