17.8.06

Nýr!

Til hamingju Berglind og Markús. (Barn er þeim fætt, sonur er þeim gefinn, 17 merkur og 56 sentímetrar, fyrir þá sem til þekkja og áhuga hafa.) Ekki tók þetta nú langan tíma hjá henni, blessaðri. Og ég sem ætlaði að setja inn einhverja startkaplabrandara um hana í dag. Á þessum tíma sólarhringsins (sem er núna, um ellefu um kvöld) sem ég var gangsett var ég nú bara rétt að byrja að reyna að eiga barn. Og átti sko eftir að verða lennnngi. En, ég bara bíð eftir fréttunum af því að barn tvö sé sko mikkklu auðveldara. (Vona nú samt að Svandísar fæðing verði ekki mikkklu auðveldari en hin, þá gæti barnið nú bara dottið allt í einu á þvottahúsgólfið.) En nóg um barneignir.

Tölum frekar um ungabörn. Freigáta er búin að vera með mikinn hita í tvo daga. Hún er búin að vera voða lasin og hefur ekkert getað sofið. Ég hélt hún væri bara að taka tennur. Fór nú samt með hana á læknavaktina þegar hún var komin með 40 stiga hita. Það fannst ekki nokkur skapaður hlutur að barninu. Nema hiti. Enda er hún nú bara kát, þó hún sé lasin, og borðar eins og hestur og allt það.

Þannig að við Rannsóknarskip erum frekar úldin akkúrat þessa dagana. En nú erum við búin að fá Ömmu-Freigátu í heimsókn og ætlum aldeilis að þræla henni út áður en við skilum henni í Borgarfjörðinn á morgun.

2 ummæli:

Svandís sagði...

Jonathan er líka skíthræddur um að þurfa sjálfur að taka á móti barninu í bílnum einhvers staðar á leiðinni eða þá bara hér heima í stofu. Heimtar að við förum á fæðingadeildina um leið og eitthvað byrjar að gerast. Sem ég tek ekki í mál. Þetta var svo fínt síðast og ef gengur eins vel þá þarf ég ekki að stoppa á sjúkrahúsinu nema í svona þrjá tíma í heildina :)

Og risaknús til Gyðu litlu. Það er ekki gaman að vera með svona mikinn hita en gott að hún borðar nú samt vel.

Og mikið assssgoti er nú gott og gaman að hafa ömmurnar hjá sér (allavega flestar). Þær eru magnaðar.

Gadfly sagði...

Eitt merkilegt með ungbörn. Auðvitað á að fara með þau til læknis ef maður brennir sig á þeim og allt það -til öryggis (hiti ku víst vera svar náttúrunnar við sýklum og öðru ógeði), en oftast er það nú þannig að ef þau líta út fyrir að vera veik, þá eru þau veik, hvort sem þau hafa hita eða ekki og ef þau líta ekki veikindalega út geta þau verið á mörkum þess að bræða úr sér án þess að neitt alvarlegt sé að þeim.

Þegar fullorðið fólk fær hita er það nánast alltaf hundveikt. Stundum velti ég því fyrir mér hvort veikindi séu bara lærð viðbrögð við hita.