14.8.06

Skrif

Sagðist á stjórnarfundi í dag ætla að skrifa þrjá einþáttunga fyrir sunnudag. Er búin að gera einn, laga annan, og laga tvö eintöl. Og það er ennþá mánudagur. Þetta var mont. (En ekki skal fjölyrt neitt um gæðin...)

Hjólhesturinn fór í endurupphalningu í dag, og nú virka allir gírarnir. Það er nú gott. Eins er heilsuátak í mataræði fjölskyldunnar komið í fullan gang. Af svo svakalegum áhuga að þegar ég kom af stjórnarfundi voru Smábátur og Rannsóknarskip búnir að skanna heilsuréttamatreiðslubækur heimilisins. Hér verður sumsé tómt grænmeti á borðum í vetur og við ætlum öll að vera orðin þvílíkt hoj og slank, bara helst strax um jól.

Og, ein Freigátusaga í lokin. Hún varð í fyrsta skipti hrædd við eitthvað um daginn. Það var þegar Smábátur kom heim, en honum áskotnaðist í Tívolíinu í Kaupmannahöfn forláta gíraffi. Hann er alveg rúmur metri á hæð og einkar sauðslegur á svip. Þetta þótti Freigátu nú vera hið mesta skaðræðiskvikindi, þannig að fyrirbærið þurfti að fela uppi í Smábátsherbergi hið snarasta. En mér þykir daman hafa undarlegan smekk fyrir hræð-efnum. Gíraffar? Meinleysislegustu dýr sem maður sér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held þið ættuð að fara varlega í "høj og slank"-planið, gíraffalegt lúkk gæti orðið visst vandamál ;)

Nafnlaus sagði...

Ég ætti kannski að bíða með að koma í heimsókn?