13.8.06

Gei Præd og tiltektir

Þetta var nú aldeilis gagnleg helgi í okkar bekk. Tiltektir, endurskipulagning á eldhúsinu, og allskonar skipulagning á framtíðinni. Svo fórum við með Freigátu á sitt fyrsta Gei Præd. Það fannst henni mjög gaman og hún var sérlega hrifin af Páli Óskari. Og eins og það væri ekki búið að taka nóg til, þá fór ég í dag að skipuleggja myndirnar í tölvunum okkar og er búin að henda smáslatta í viðbót inn í myndaalbúmið okkar á netinu. Og nú er að koma vinnuvika 2!

Mér leiddist reyndar ekkert í fæðingarorlofinu, en því átti ég nú eiginlega von á, samt er nú ógurlega gaman að vera komin í vinnuna aftur. Þarf meira að segja að fara í burtu heila helgi á haustfund í lok september. En Rannsóknarskip er nú svo mikill ofurfaðir að ég er viss um að ég get haustfundað algjörlega áhyggjulaus.

Og nú er húsið ógurlega hreint, slatti af myndunum komið í þvílíka röð og reglu, Freigátan sofnuð geðveikt snemma og nú er ég að huxa um að leika mér pínu í tölvuleik!

Engin ummæli: