Í dag var fjörtíogátta stiga hiti á pallinum mínum. Að því tilefni var gestum og gangandi boðið upp á te. Í tilefni daxins ákvað litla fjölskyldan ennfremur að bregða sér í hópferð á bókasafnið. Í framhaldi af því skilgreindist ég allt í einu. Það gerðist þegar ég ákvað að skreppa í búð í bakaleiðinni og var allt í einu komin niður í 10-11 í Austurstræti án þess að átta mig á því hvernig ég leit út. Var sumsé á stuttbuxum og sveittum bol með hárið út í loftið, bæði á hausnum og löppunum. Og á inniskónum. Áttaði mig á því að svona myndi bara koma fyrir miðbæjarrottu. Fór að horfa í kringum mig. Það var einn svipað útlítandi, og svo nokkrir rónar. Hinir voru í túristafötum eða temmilega fínir. Allavega klæddir. Alveg er ég viss um að þessi eini úfni býr í grenndinni. Það var bjánalegt að líta svona út svo ég flýtti mér heim.
Smábátur og Rannsóknarskip eru á landsleik. Freigátan er að fá tönn og ég er búin að svæfa hana þrisvar. Nú ætla ég að fara að gera soldið við það sem ég tók á bókasafninu í dag... Hefur að gera með þriggjaþáttaskrifin fyrir helgina.
Að lokum: Freigáta í Hoppirólu.
15.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég fer til sjoppmundar og í pétursbúð á náttfötunum ef mér sýnist svo. það er gott að búa í miðbænum.
Skrifa ummæli