7.11.06

Það kemur þegar maður hættir að leita að því

Á bæði við um peninga, karlmenn og hugræna atferlismeðferðarfræðinga.

Auðvitað er það ekki þannig að þetta öðlist maður "fyrr" ef maður er ekki að leita, en maður tekur minna eftir tímanum sem líður á meðan maður er án þess. Og þá finnst manni það vera fyrr.

Er að fara í hugræna atferlismeðferð í næstu viku.
En klippingu á eftir.
Jibbíkei.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Góð klipping getur nú stundum verið á við margra mánaða HAM :-D

Sigga Lára sagði...

Reyndar. Þannig að þetta hlýtur alveg að svínvirka allt saman!