Á páskadag fæ ég alltaf eina línu úr Sálum Jónanna á heilann. Svolítið pirrandi, þar sem þetta er eiginlega hvorki né laglína og aðallega brandari.
Í dag á ég líka brúðkaupsafmæli. Í eitt ár höfum við Rannsóknarskip nú verið í hnappheldunni og það hefur nú verið bæði gaman og yndislegt á hverjum degi. Það er auðvitað hreint frábært að vera giftur svona æðislega góðum og skemmtilegum manni. Það verður nú ekki af því skafið.
Enda held ég að ég sé að hafa gott af því. Og ýmislegt er að brjótast um í hausnum á mér á öllum vettvöngum lífs míns sem ég er að hamast við að skrifa niður og leggja drög að.
Eitthvað af því kemur kannski í ljós síðar.
Í gærkvöldi sátum við síðan hjá foreldrum mínum með rauðvín, eftir að hafa horft á Mótorhjóladagbókina hans Che. Kannski voru það áhrif frá henni, en allt í einu vorum við farin að spekúlera í að fara í gasalegt ferðalag í sumar. Með börn og buru og huxanlega mömmu mína líka. Veit annars einhver hvað kostar að leigja húsbíl í Skotlandi?
Það kostar allavega ekkert að láta sig dreyma.
8.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju!
Skrifa ummæli