25.5.07

AD&D

Ég hef ekki farið í bíó árum saman. En, svei mér þá, ég held maður verði eiginlega að sjá þessa.
Þetta er líklega möstsí fyrir alla Nexussara og alla sem einhvern tíma hafa spila AD&D.

Það rifjaðist einmitt upp fyrir mér karakter sem ég átti einu sinni. Hún hét Míff og var eitthvað um metershár hálfdvergur. Indæl stúlka með grænt hár. Ég spilaði hana heilt páskafrí í bílskúrnum hjá Svandísi. Ég og kumpánar mínir lentum í ýmsum ævintýrum. Til dæmis skeit Þráinn ofan í holu og fékk sverð upp í rassinn.

Það voru dagarnir.

2 ummæli:

Þráinn sagði...

Jamm og löngu seinna fékk ég lifnipillu og lifnaði við en það var ekki hægt að vera nálægt mér sökum nályktar!!! Skemmtilegt!!!

Spunkhildur sagði...

Bezt af öllu var samt þegar Svandís breyttist í blómabeð í miðjum bardaga við dreka að mig minnir.

Ef spunaspil væru ekki svona tímafrek myndi ég vilja taka eitt ævintýri. En maður hefur þá alltaf eitthvað að hlakka til í ellinni.