Snúum okkur þá að alvöru málsins. Það er víst á leiðinni alveg svakalega örlagarík helgi. Ekkert nema lýðræði, fram og til baka. Og allir eru nú meira en til í að leiðbeina manni með hvað á að kjósa, þó sumir af eiginhagsmunalegri hvötum en aðrir.
En með þessu er vandinn leystur:
Svona kom ég út.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 13%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Hreint ekki erfitt að sjá hvorumegin miðjunnar ég er, enda segir nú bara uppeldið til sín, með það, en það kom mér á óvart að ég skuli vera svona græn. Ég er reyndar geðklofi í þeim málum, hlynnt virkjunum en frekar á móti stóriðju. Reyndar ekki út af mengun, sérstaklega, heldur vegna þess að mér þykja verksmiðjur ómanneskjulegir vinnustaðir sem gera fólk að vinnuvélum. Skoðun sem ég á alveg eftir að fóðra og koma á framfæri.
Þá vantar bara sjálfspróf sem ákveður fyrir mann hvað maður á að kjósa í Júróvísjón, og þá er valkvíði helgarinnar afgreiddur.
9.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Það er sama hverju ég svara í þessum spurningalista...ég fæ alltaf það sama út...100% framsóknarflokkur:)
Sjitturinn titturinn maður, fyrirgefðu hvað ég er sofandi. Ég hef ekki lesið bloggið þitt frekar en aðrar heimasíður í nokkra daga og þú bara á barmi heimsfrægðar í millitíðinni! Til hamingju með þetta allt saman! Ég er farin á ruv.is að hlusta á gömul útvarpsviðtöl!
Finnst skrýtið að hægt sé að koma út í mínus í þessari könnun en skv henni fylgi ég Frjálslynda flokknum um -1% !!
Spyrjið og yður mun svarað verða...
Hér er umbeðin Júrósjálfsgreining: http://www.yle.fi/eurovision/songomat.php
Fyndið. Song-O-Mat segir að ég haldi mest með Andorra. Sem ég held að geti alveg verið nokkuð nærri lagi...
Ég tók prófið og viti menn Eiki var númer 3.
Litháen 69%
Írland 62%
ÍSLAND 57%
Albanía, Ungverjaland og Slóvenía efst í fyrsta sæti hjá mér.
Man að Ungverjar voru nokkuð kúl.
Skrifa ummæli