9.5.07

Alvara lífsins

Snúum okkur þá að alvöru málsins. Það er víst á leiðinni alveg svakalega örlagarík helgi. Ekkert nema lýðræði, fram og til baka. Og allir eru nú meira en til í að leiðbeina manni með hvað á að kjósa, þó sumir af eiginhagsmunalegri hvötum en aðrir.

En með þessu er vandinn leystur:
Svona kom ég út.

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 13%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Hreint ekki erfitt að sjá hvorumegin miðjunnar ég er, enda segir nú bara uppeldið til sín, með það, en það kom mér á óvart að ég skuli vera svona græn. Ég er reyndar geðklofi í þeim málum, hlynnt virkjunum en frekar á móti stóriðju. Reyndar ekki út af mengun, sérstaklega, heldur vegna þess að mér þykja verksmiðjur ómanneskjulegir vinnustaðir sem gera fólk að vinnuvélum. Skoðun sem ég á alveg eftir að fóðra og koma á framfæri.

Þá vantar bara sjálfspróf sem ákveður fyrir mann hvað maður á að kjósa í Júróvísjón, og þá er valkvíði helgarinnar afgreiddur.

7 ummæli:

Þráinn sagði...

Það er sama hverju ég svara í þessum spurningalista...ég fæ alltaf það sama út...100% framsóknarflokkur:)

Þórunn Gréta sagði...

Sjitturinn titturinn maður, fyrirgefðu hvað ég er sofandi. Ég hef ekki lesið bloggið þitt frekar en aðrar heimasíður í nokkra daga og þú bara á barmi heimsfrægðar í millitíðinni! Til hamingju með þetta allt saman! Ég er farin á ruv.is að hlusta á gömul útvarpsviðtöl!

Eygló sagði...

Finnst skrýtið að hægt sé að koma út í mínus í þessari könnun en skv henni fylgi ég Frjálslynda flokknum um -1% !!

Nafnlaus sagði...

Spyrjið og yður mun svarað verða...

Hér er umbeðin Júrósjálfsgreining: http://www.yle.fi/eurovision/songomat.php

Sigga Lára sagði...

Fyndið. Song-O-Mat segir að ég haldi mest með Andorra. Sem ég held að geti alveg verið nokkuð nærri lagi...

Þráinn sagði...

Ég tók prófið og viti menn Eiki var númer 3.

Litháen 69%
Írland 62%
ÍSLAND 57%

Árni Friðriksson sagði...

Albanía, Ungverjaland og Slóvenía efst í fyrsta sæti hjá mér.

Man að Ungverjar voru nokkuð kúl.